Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir er nú stödd í Bandaríkjunum. Hún flaug til Vestur-Virginíu í gær og svaraði nokkrum spurningum fylgjenda sína í fluginu.
Manuela er stödd í Bandaríkjunum til að sinna starfi sínu sem framkvæmdastýra Miss Universe Iceland. Elísa Gróa Steinþórsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í september og er einnig stödd í Vestur-Virginíu ásamt Manuelu til að undirbúa sig fyrir keppnina í desember.
Landamæri Bandaríkjanna eru lokuð til 8. nóvember og var einn fylgjandi Manuelu forvitinn um hvernig hún komst til landsins.
„Við erum hér á undanþágu sem heitir NIE (national interest exception),“ segir hún.
NIE er sérstök undanþága vegna þjóðarhagsmuna. Það er undanþága sem á til dæmis við um námsmenn í skólum í Bandaríkjunum, vísindamenn og þá sem þurfa að sinna nauðsynlegum viðskiptaerindum.
Bæði Manuela og Elísa Gróa hafa verið duglegar að sýna frá ferðalaginu á Instagram. Miss Universe keppnin verður haldin í Ísrael í desember 2021.
View this post on Instagram