fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Fyrsta lagið af sólóplötu Katrínar Halldóru komið út

Fókus
Föstudaginn 22. október 2021 14:30

Katrín Halldóra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir gaf í dag út fyrsta lagið af sólóplötunni Katrín Halldóra syngur lög Jóns Múla, en platan kemur út 29. október. Lagið er komið í dreifingu á Spotify. https://open.spotify.com/track/65BsqTfk1Qfmx1RTzqTZVx?si=0e434e34690841aa

Lagið heitir Augun þín blá, og lag og ljóð eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni.

Á hádegi í dag, föstudag, hófst sala á útgáfutónleika plötunnar sem fram fara í Norðurljósasal Hörpu þann 13. nóvember klukkan 19:30. Salan fer fram á Tix.is og aðeins rúmlega 400 miðar í boði. Því eru áhugasamir hvattir til þess að vera snemma á ferðinni.

Aðdáendur Ellýjar Vilhjálms ættu ekki að vera sviknir, en Katrín Halldóra fór með aðalhlutverk í sýningu Borgarleikhússins og Vesturports í hlutverki Ellýjar, á árunum 2017-2019, og urðu sýningarnar alls 220. Þá er ætlað að 104.446 manns hafi séð sýninguna.

Á fyrstu sólóplötunni heldur Katrín Halldóra áfram á sömu nótum, með notalega jazzaða stemningu í forgrunni, sem á erindi við tónlistarunnendur á öllum aldri.

Líkt og titill plötunnar gefur til kynna syngur Katrín Halldóra lög Jóns Múla; en að þessu sinni í glænýjum útsetningum eftir Hauk Gröndal.

Samstarf þeirra Hauks hófst á jazzhátíð 2018, en þar útsetti Haukur nokkur þessara laga. Það verkefni hélt áfram og útkoman er 10 laga plata, sem auk þess að koma út á streymisveitum verður einnig aðgengileg á CD, og í sérútgáfu í takmörkuðu upplagi á vinyl.

Jón Múli hefði orðið 100 ára í ár, en eftir hann liggja fjölmargar frægustu perlur íslenskrar dægurtónlistarsögu. Því segir Katrín Halldóra plötuna vera ákveðna heiðursplötu.

Páll Óskar Hjálmtýsson er gestasöngvari á plötunni en annars skipa hljómsveitina:

Haukur Gröndal, saxófónar og klarínett

Ólafur Jónsson, saxófónar og bassaklarínett

Snorri Sigurðsson, trompet

Ásgeir J. Ásgeirsson, gítar

Birgir Steinn Theódórsson, bassi

Erik Qvick, trommur

Hjörtur Ingvi Jóhansson, píanó

 

Spotify-síða Katrínar Halldóru

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar