fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fókus

Ebba Sig kærði nauðgun – „Það var komið fram við mig eins og ég væri að ljúga“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 10. október 2021 09:00

Ebba Sig. Skjáskot/Eigin Konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Þuríður Elín Sigurðardóttir, betur þekkt sem Ebba Sig, opnar sig um kynferðisofbeldi sem hún var fyrir og hvaða viðmót hún fékk frá lögreglu í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Ebba Sig varð fyrir nauðgun árið 2010 og hópnauðgun árið 2018.

„Árið 2010 var mér nauðgað, og ég geri í raun allt sem ég á að gera. Ég fer með vinkonu minni upp á neyðarmóttöku, það er tekið vel á móti mér þar. Tekið sýni, eða reynt að taka sýni. Það er gerð grein fyrir einhverjum áverkum. Síðan fór ég í skýrslatöku. Þetta var um páska þannig þetta var varalögreglumaður sem tók viðtal við mig. Hann trúði mér og maðurinn var handtekinn strax. Svo beið ég í einhvern mánuð og þá var ég kölluð aftur í skýrslutöku og svo var ég kölluð aftur í skýrslutöku því þá „bilaði myndavélin.“

Þar var komið fram við mig eins og ég væri að ljúga. Maður vonar svo mikið að þetta sé búið að breytast. Ég var bara spurð hvað ég hefði verið búin að drekka mikið, hvort ég hefði verið búin að kyssa hann, hversu stuttur var kjóllinn minn eða pilsið mitt hefði verið,“ segir Ebba.

Á þessum tíma var Ebba nítján ára að verða tuttugu ára. Þetta voru mjög erfiðar og ógnandi aðstæður. Í þessari þriðju skýrslutöku þá er [lögreglumaðurinn] svolítið að segja við mig að ég sé að ljúga og [að þetta væri mér að kenna.] […] Það voru skoðaðar myndavélar á Prikinu og einhvers staðar á Lækjartorgi þar sem sést að ég stend ekki í lappirnar. Það var tekið blóðsýni úr mér þá og alkóhólmagnið sem var í mér var rosalega hátt. Og þá var nýbúið að breyta lögunum að manneskja sem er undir svona miklum áhrifum er ekki fær um að veita samþykki,“ segir Ebba Sig.

Málið fór til saksóknara sem ákvað að fara ekki með málið lengra vegna skorts á sönnunargögnum.

@eiginkonurÞáttur inn á www.patreon.com/eiginkonur ##eiginkonurpodcast ##eiginkonur♬ original sound – eiginkonur

Átti að bíða í nokkra tíma eftir nauðgun

Ebba upplifði mikla þolendaskömm eftir ofbeldið og hafði það, auk hvernig fór fyrir fyrra málinu, mikil áhrif á ákvarðanartöku hennar um hvort hún ætti að kæra eða ekki þegar hún varð fyrir hópnauðgun árið 2018.

„Ég lendi í hópnauðgun árið 2018. Ég hitti stráka niðri í bæ, er með vinum mínum og var búin að fá mér 2-3 bjóra og fyrir mig er það mjög lítið,“ segir Ebba.

„Svo bara verð ég ógeðslega skrýtin og verð einhvern veginn hömlulaus og finn að það er eitthvað skrýtið í gangi, ég er að fara í leigubíl og það átti að skutla mér heim. Svo bara man ég ekkert eftir nema nokkrum brotum af hlutum. Þetta voru strákar frá Kanada, ég man þá bara eftir brot og broti af því sem gerðist. En man að gerendurnir voru þrír og tveir að halda mér og horfa á,“ segir Ebba Sig.

Þegar hún vaknar áttar hún sig á því að eitthvað hefði gerst og hringir í vinkonu sína. „Vinkona mín kemur og nær í mig þar sem þetta gerist, þegar ég vakna ber að neðan í einhverju AirBnB húsi. Við förum upp á neyðarmóttöku og það tekur á móti mér rosalega frábær hjúkrunarfræðingur. En þá lendir maður aftur svona í kerfinu, það var enginn kvensjúkdómalæknir á staðnum. Klukkan var eitthvað hálf níu um morguninn og hjúkrunarfræðingurinn segir mér að kvensjúkdómalæknirinn komi klukkan eitt,“ segir Ebba og hún átti þá að bíða þarna eftir lækninum. Hana langaði ekkert meira en að fara bara undir sæng og gráta og miðað við hvernig fyrra málið fór sá Ebba ekki ástæðu fyrir því að leggja það á sig að ganga í gegnum það allt aftur.

Ebba segir nánar frá þessu í þættinum sem má nálgast á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjöfn heimsækir mathöllina í Gróðurhúsinu sem býður uppá fjölbreytta og skemmtilega matarupplifun

Sjöfn heimsækir mathöllina í Gróðurhúsinu sem býður uppá fjölbreytta og skemmtilega matarupplifun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni