Bandaríska tískumerkið Fashion Nova birti mynd af nýju bikiníi á Instagram-síðu sinni í vikunni. Myndin af sundfötunum vakti nokkra athygli fyrir þær sakir að það hylur ekki mikið. Bikiníið samanstendur af topp og buxum, ef buxur mætti kalla en um er að ræða mjóan gulan streng.
Myndbandið vakti fljótt mikið umtal og hrannaðist fólk í athugasemdakerfið til að segja sína skoðun á bikiníinu. „Þetta lýtur út fyrir að vera gríðarlega óþæginlegt,“ segir til að mynda kona nokkur. „Hún gæti alveg eins verið nakin,“ segir önnur.
Þá eru einhverjir sem kunna að meta sundfötin þrátt fyrir að geta líklega ekki notað þau alls staðar. „Því miður þá væri þetta ekki leyft á flestum ströndum,“ segir til að mynda ein kona. „Þetta jaðrar við að vera klám, ég elska þetta samt,“ segir svo önnur.
View this post on Instagram