fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Haraldsson blaðamaður birtir bráðskemmtilega og upplýsandi frásögn á vefnum Lifðu núna þar sem því er lýst hvernig honum tókst að hrífa fjóra afadrengi sína burtu frá símtækjunum sínum sem þeir voru sem límdir við áður.

Drengirnir fjórir, á aldrinum 9 til 12 ára, voru í dvöl hjá afa (Jónasi) og ömmu í húsi á Vestfjörðum. Afi þeirra skipaði þeim að láta frá sér símana og koma með sér út í gönguferð. Þá tók við ævintýri í fjörunni sem fangaði svo huga drengjanna að þeir misstu áhuga á símunum sínum í bili:

„„Úr símunum og út með ykkur,“ kallaði ég um leið og ég opnaði dyrnar hjá ungsveinunum þar sem þeir lágu hver um annan þveran í símum sínum. Í þeim stellingum höfðu þeir verið frá því að þeir vöknuðu, að þeim tíma undanskildum er þeir gleyptu í sig morgunkornið.

Drengirnir voru fjórir, frá tæplega 9 til 12 ára, barnabörn okkar hjóna og með okkur í húsi vestur á fjörðum. Þeir litu upp úr símunum og störðu í forundran á afa sinn. Sá gamli var ekki vanur að byrsta sig við þá en nú var honum nóg boðið. Út skyldu þeir, út í veðurblíðuna og náttúruna allt um kring. Snjallsímar samtímans eru undratæki og auðvelda okkur lífið á margvíslegan hátt en þeir eru lúmskir. Þeir soga okkur að sér, ekki síst ungdóminn — þótt hinir fullorðnu séu margir hverjir ekkert skárri þegar kemur að margra tíma símastöru.“

Ævintýrið í fjörunni magnaðist upp og sífellt varð það sem afinn stakk upp á að drengirnir gerðu meira spennandi:

„Við röltum stígvélaskæddir í fjöruna. Það var alveg fallið út svo afanum gafst tækifæri til þess að fræða ungu mennina aðeins um flóð og fjöru. Þeir tóku þeirri kennslustund með stillingu, eflaust enn með hugann við leikinn sem hætti svo skyndilega. „Sjáið þið þetta,“ sagði ég, „þetta er marglytta.“ „Er hún dauð?“ var spurt. „Já,“ svaraði ég, „það hefur fjarað undan henni svo hún hefur þornað upp.“ „Hér er fullt af skeljum,“ hélt ég áfram og benti þeim á ýmsar skeljategundir, bláskel, öðu, kúfskel og hörpudisk, að ógleymdum kuðungum af ýmsum stærðum. Strákarnir voru spenntastir fyrir kuðungunum, einkum þeim stærri. Áhugi þeirra var aðeins að vakna. Leikurinn góði í símanum fjarlægðist hugann. „Við skulum fara aðeins lengra og vita hvað við sjáum,“ sagði ég. Fram undan voru hólmar og sker sem fallið hafði frá. „Þetta er svakaleg drulla,“ sagði yngsti drengurinn þegar hann reyndi sig við svartan sjávarleirinn, „maður festir lappirnar í þessu.“ Ég tosaði hann upp. Eldri strákarnir virtust hafa gaman af drullumallinu. Stígvélin fengu loks að njóta sín. Þegar við komumst að sjónum opnaðist nýr heimur. Litskrúðugir steinar voru úti um allt sem gaman var að skoða. Þeim fallegustu var stungið í vasann. Tölvuleikurinn var gleymdur.“

Ævintýrin áttu eftir að verða fleiri en pistilinn í heild má lesa hér. Þegar heim var komið biðu vöfflur í boði ömmu, drengirnir skröfuðu um nýliðin ævintýri og í stað þess að fara strax aftur í símana báðu þeir um blöð og liti og byrjuðu að myndgera ævintýri fjöruferðarinnar.

„Er á meðan er, hugsaði ég, þetta var að minnsta kosti stund milli símastríða,“ segir Jónas í lok þessarar skemmtilegu frásagnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar