fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Sakamál – Karma getur verið tík

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 21:00

Mel og Brenda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir vitni, ljósmyndir og játningu tók st mor ði ng ja Brendu Schaefer að sleppa undan réttvísinni. En karma er oft harðbrjósta tík og hefur sínar eigin dularfullu leiðir til að hefna fyrir ódæði.

Skilaði sér ekki heim

Brenda Schaefer var kona á fertugsaldri með stórt hjarta og mikið til að gefa. Árið 1986 kynntist hún Mel Ignatow í gegnum samstarfsfélaga. Hann jós yfir hana hrósi og gjöfum og fljótlega voru þau komin í samband. Fjölskyldu og vinum Brendu leist þó illa á þennan nýja kærasta, sem virtist bæði stjórnsamur og þar að auki hrokafullur.

Eftir tveggja ára samband virtist Brenda þó hafa fengið nóg og trúði sínum nánustu fyrir því að hún ætlaði að slíta sambandinu við Mel.

Sunnudaginn 25. september 1988 beið móðir Brendu þess að dóttir hennar kæmi heim. Hún hafði verið á stefnumóti með Mel en ekki skilað sér heim. „Mamma hringdi út um allt til að leita að henni,“ sagði Tom, bróðir Brendu, í viðtali skömmu fyrir aldamótin.

Morguninn eftir fannst bifreið Brendu stórskemmd úti í vegarkanti ekki langt frá heimili hennar. „Við vissum að Brenda væri dáin, við bara vissum það,“ sagði Mike, bróðir Brendu.

Stjórnsemi og kvalalosti

Grunur lögreglu beindist fljótt að Ignatow. Hún ræddi við nágranna, fyrrverandi eiginkonu og fyrrverandi kærustu Mels og birtist þeim þá mynd af ofbeldisfullum manni sem var haldinn kvalalosta og yfirþyrmandi þörf til að drottna yfir sínum nánustu.

„Hann var mjög upptekinn af kynlífi. Hann var alltaf að kvarta undan því hvað Brenda væri kynköld og lagði mikið á sig til að reyna að plata hana til að slaka á. Það gekk þó lengra en það,“ sagði Jim, rannsakandi í málinu, en Mel hafði byrlað Brendu nauðgunarlyfjum og svæft hana með klóróformi til að koma vilja sínum fram við hana.

Fyrrverandi kærastan

Meðal þeirra sem lögregla yfirheyrði var fyrrverandi kærasta Mels, sem hann hafði nú tekið aftur saman við, Mary Ann Shor, en lögreglu grunaði að hún hefði eitthvað að fela. Meðal annars féll hún á lygaprófi og virtist fara undan í flæmingi þegar talið vék að kærastanum. Jim reyndi hvað hann gat að fá Mary til að segja sannleikann. „Ég sagði: „Mary Ann, Brenda Shchaefer var falleg, hún er dáin og þú ert með Mel.“ Og ég virkilega leyfði henni að heyra það og sagði: „Þú ert feit og ljót og hann mun drepa þig líka.“

Þrýstingurinn beit þó ekki á Mary sem þagði eins og steinninn.

Brenda hafði enn ekki fundist og engin sönnunargögn bentu til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Innsæið sagði þó bæði lögreglu og fjölskyldu Brendu að Mel hefði myrt hana. En hvernig var hægt að sanna það fyrir dómi?

Vinnuveitandi Brendu trúði því líka að Mel hefði myrt Brendu. Hann gekk þó lengra en aðrir og sendi Mel nafnlaust bréf þar sem hann hótaði því að Mel yrði myrtur ef hann gæfi ekki upp hvar líkamsleifar Brendu væri að finna. Það bar þó ekki erindi sem erfiði, því Ignatow kærði hótunina og vann málið.

Þarna fékk saksóknari þó hugmynd sem á þeim tíma virtist vera það eina sem stæði ákæruvaldinu til boða í stöðunni. Mel var boðið að mæta fyrir dóm og svara til saka um hvarf Brendu og ná þannig að hreinsa nafn sitt.

Hljóp út úr dómsal

Þetta var boð sem Ignatow gat ekki hafnað. Það var þá sem Mel viðurkenndi að hafa byrjað aftur með fyrrverandi kærustu sinni, Mary Ann Shore, aðeins um mánuði eftir að Brenda hvarf. Þetta var tækifærið sem saksóknari hafði beðið eftir og kallaði hann Mary samstundis fyrir dóm sem vitni.

Þar bað hann Mary um að lýsa hvernig Brenda hafði litið út. Mary sagðist aðeins hafa séð hana einu sinni. En þegar saksóknari spurði sömu spurningarinnar aftur kom fát á Mary. „Meinarðu seinast þegar ég sá hana?“

En Mary hafði áður sagt að hún hefði aðeins hitt Brendu einu sinni. Saksóknari bað Mary um að skýra þetta ósamræmi og viðbrögð Mary komu öllum viðstöddum á óvart. Hún rauk á fætur og hljóp út úr dómsalnum

Í janúar 1990, 16 mánuðum eftir að Brenda hvarf, kom Mary ásamt lögmanni sínum til saksóknara. Hún vildi fá skriflegt samkomulag um að fá vægan dóm gegn því að vísa lögreglu á gröf Brendu og segja henni hvernig hún dó.

Eftir að blekið hafði þornað á samningnum hóf Mary Ann hrottalega frásögn sína um endalok Brendu.

Pyntingar og misþyrmingar

Mel hafði vitað að Brenda ætlaði að slíta sambandinu. En það ætlaði hann ekki að leyfa henni að gera. Mánuði fyrir hvarf hennar byrjaði hann að áforma morðið með Mary. Skammt frá húsi Mary var skógur og þar gróf hann grunna gröf. Nóttina fyrir morðið kom hann heim til Mary með svarta ruslapoka, myndavél, filmur og klóróform.

Hann sagði Brendu að hann þyrfti að stoppa hjá Mary til að sinna smá erindi. En þegar Brenda gekk inn í húsið á eftir honum læsti Mary hurðinni og Mel stökk á kærustu sína, yfirbugaði hana og batt.

Hann var með handskrifaðan lista yfir allar þær hrottalegu pyntingar sem hann ætlaði að beita Brendu. Hún hafði ætlað sér að fara frá honum, en enginn hætti með Mel Ignatow. Hann hætti með þeim.

Hann batt Brendu við kaffiborð úr gleri og nauðgaði henni. Síðan fór hann með hana inn í svefnherbergi Mary þar sem hann pyntaði hana og nauðgaði aftur. Allan tímann fylgdist Mary með og tók myndir af skelfingunni. Að lokum tók hann fram tusku sem hann bleytti með klóróformi og hélt fyrir vitum Brendu þar til hún var látin.

Lík Brendu fannst nákvæmlega þar sem Mary hafði sagt að það væri og Mel var handtekinn.

Dómarinn sleginn

Hins vegar, öllum að óvörum, komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Mel væri saklaus. Þeim þótti Mary vera ótrúverðugt vitni og verjandi Ignatow var virkilega góður og hafði vafið kviðdómi um fingur sér og látið sönnunargögnin benda til þess að Mary væri morðinginn.

Dómarinn í málinu var sleginn. Svo sleginn að hann sá sig knúinn til að senda fjölskyldu Brendu bréf þar sem hann bað þau persónulega afsökunar.

Nokkrum mánuðum síðar ákváðu nýir eigendur að fyrrverandi heimili Ignatow að ráðast í endurbætur. Þegar gólfdúkur var fjarlægður kom í ljós leynihirsla með óframkölluðum filmum. Lögregla var kölluð til.

Á filmunum mátti finna 105 ljósmyndir sem sýndu endalok Brendu og þær misþyrmingar sem hún mátti sæta. Þær sýndu líka skýrt og greinilega að gerandinn var Mel Ignatow.

Það var bara eitt vandamál. Ignatow hafði þegar verið ákærður og sýknaður af morðásökununum. Nú voru góð ráð dýr.

Karma kerling kemur til bjargar

Lögregla fór þá leið að sækja Ignatow til saka fyrir að bera ljúgvitni og fremja meinsæri fyrir dómi, en hann hafði svarið af sér sakir. Til að fá vægari refsingu játaði Ignatow fyrir dómi að hafa banað Brendu. Hlaut hann átta ár fyrir meinsærið.

Þegar Ignatow var laus úr fangelsi var hann aftur handtekinn, í þetta skiptið fyrir að bera ljúgvitni við réttarhöldin yfir vinnuveitanda Brendu. Aftur þurfti hann að fara í fangelsi, en aðeins í 7 ár. Hann slapp að lokum úr steininum árið 2006, laus allra mála.

En í ótrúlegri kaldhæðni átti Ignatow á heimili sínu sambærilegt glerkaffiborð og hann hafði bundið Brendu við kvöldið örlagaríka. Dag einn, aleinn á heimili sínu, féll Ignatow og rak sig harkalega í borðið og hlaut af djúpan skurð á hendi. Áður en hann gat leitað sér aðstoðar eða stöðvað blæðinguna hafði hann misst meðvitund af blóðmissi. Honum blæddi því út á gólfinu heima hjá sér, aleinn og yfirgefinn. n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“