fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fókus

Kærastinn bað hana um trekant með öðrum karlmanni – Hefði betur mátt sleppa því

Fókus
Þriðjudaginn 8. september 2020 15:18

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona leitar til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Kærastinn hennar bað hana um að fara í trekant með sér og félaga sínum, en hefði betur mátt sleppa því þar sem kærastan hefur nú áhuga á félaganum.

„Kærastinn minn var sá sem vildi að við færum í trekant með vini sínum – en vinur hans var svo frábær í rúminu og mig langar bara að stunda endalaust kynlíf með honum,“ segir konan.

Konan er 23 ára og kærastinn er 26 ára. Þau hafa verið saman í ár og kynntust þegar hún var að vinna á bar sem hann og vinir hans heimsóttu reglulega.

„Hann vakti strax athygli mína. Ég flutti inn til hans þegar útgöngubann var sett á og það hefur gengið ótrúlega vel. Hann býr með vini sínum sem ég kann vel við,“ segir hún og bætir við að samveran hafi haft með sér ýmsa kosti.

„Þar sem við gátum eytt meiri tíma saman varð kynlífið okkar bara betra og betra. Við erum ævintýragjörn í svefnherberginu og höfum prófað margt. Einn daginn spurði hann hvað mér þætti um trekanta. Ég sagðist vera til að prófa og spurði með hverjum hann hafði hugsað sér. Hann nefndi sambýlismann sinn. Þeir hafa örugglega rætt þetta eitthvað áður, en ég var ánægð með að þetta væri einhver sem ég þekkti,“ segir hún og rifjar upp kvöldið örlagaríka.

„Við fengum okkur nokkra drykki til að koma ykkur í stuð og byrjuðum svo að snerta hvert annað. Vinur hans er risastór þarna niðri, tvisvar sinnum stærri en kærasti minn. Það kveikti þvílíkt í mér. Við skemmtum okkur konunglega og ég stundaði kynlíf með þeim báðum.“

Sem betur fer voru þau ekki vandræðaleg daginn eftir og ákváðu að gera þetta aftur.

„Við töluðum um að gera þetta aftur en það hefur ekkert enn gerst. Kannski hefur kærasti minn áttað sig á því hversu aðlaðandi mér þykir vinur hans og þess vegna er hann kannski hættur við.  Ég get ekki hætt að hugsa um hversu góður vinur hans var í rúminu. Þó svo að kærasti minn sé mun vingjarnlegri. Ég myndi ekki vilja vera í sambandi með vini hans, mig langar bara að stunda kynlíf með honum.“

Deidre gefur konunni ráð.

„Eina sem þessi trekantur hefur gert er að rugla í sambandi þínu – sem þú varst ánægð með fyrir – og sett þig í hættu að smita eða fá veiruna. Þér finnst þú kannski vera í einhvers konar „búbblu“ en veistu hvert vinur hans fer á daginn og með hverjum hann er? Þú þarft að hætta alfarið að hugsa um vininn kynferðislega ef þú vilt að samband þitt og kærasta þíns gangi upp,“ segir Deidre.

Hún segir konunni að hugsa um allt það góða við kærasta hennar og sambandið.

„Löngunin í vin hans mun hverfa ef þú hættir að hugsa um hann. Gott kynlíf snýst ekki um typpastærð, þannig kærastinn þinn getur verið alveg jafn góður elskhugi og vinur hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ung húsmóðir vekur athygli á samfélagsmiðlum – Er á móti femínisma og því að karlmennska sé eitruð

Ung húsmóðir vekur athygli á samfélagsmiðlum – Er á móti femínisma og því að karlmennska sé eitruð