fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fókus

Fann gamlar dagbækur eiginmannsins – „Á þessu augnabliki hrundi veröld mín“

Fókus
Þriðjudaginn 15. september 2020 10:11

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fann gamlar dagbækur eiginmanns síns og komst að leyndarmálum hans. Hún leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Ég var að taka til í geymslunni og fann gamlar dagbækur. Mér til mikillar skelfingar komst ég að því að hann hefur margsinnis haldið framhjá mér. Ég skoðaði þá símann hans og komst að því að hann er ennþá að halda framhjá mér. Við erum bæði 52 ára og höfum verið saman í 25 ár,“ segir konan.

„Ég hélt að hjónaband okkar væri sterkt, við höfum meira að segja talað um það þegar vinapör okkar hafa hætt saman,“ segir hún.

„Ég féll niður til jarðar þegar ég las dagbækurnar. Ég var í svo miklu áfalli og átti erfitt með að trúa því sem ég var að lesa. Hann hafði skrifað niður öll smáatriði, hvenær hann hitti konurnar og hvað þau gerðu. Á þessu augnabliki hrundi veröld mín,“ segir konan.

Hún vildi vita hvort hann væri ennþá að halda framhjá henni og skoðaði símann hans.

„Ég fann nokkurra daga gömul skilaboð frá annarri konu. Ég veit ekki hvernig ég fann hugrekkið, en ég hringdi í konuna. Ég sagði henni hver ég væri og hún reyndi ekki einu sinni að neita fyrir þetta. Hún sagði að þau hafa verið að sofa saman í ár og henni var sama að ég var í uppnámi,“ segir konan.

„Ég talaði við eiginmann minn um þetta og við fórum bæði að gráta. Hann var með útskýringar á öllu og sagði að konurnar hefðu enga merkingu fyrir honum. Þetta snerist allt um skammtímaskemmtun. Hann sagðist hafa fengið samviskubit að hafa haldið framhjá mér og þess vegna hætt að hitta konurnar. Hann hefur reynt að bæta mér þetta upp en ég get ekki fyrirgefið honum þetta og gleymt þessu svona auðveldlega. En við erum byrjuð hjá hjónabandsráðgjafa. Hann vildi ekki fara en ég sagði honum að ég þyrfti þess eftir að hafa lesið dagbækurnar hans. Hjarta mitt er í sárum, ég skil ekki hvernig hann gat gert mér þetta. Ég elska hann ennþá en ég veit ekki hvenær ég mun komast yfir þetta, eða hvort ég muni einhvern tíma gera það,“ segir konan.

Konan var að taka til í geymslunni þegar hún fann dagbækurnar. Mynd/Getty

Deidre bendir henni á að ef eiginmaður hennar hefur verið að halda framhjá henni eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst þá hefur hann verið að setja heilsu hennar í hættu á sama tíma og hann hefur verið að særa hana.

„Það er oft sagt að ef manneskja heldur einu sinni framhjá þá sé eitthvað að sambandinu, en ef hún heldur mörgum sinnum framhjá þá er eitthvað að henni. Vertu ákveðin við eiginmann þinn, hann getur ekki bara sagt fyrirgefðu og búist við að allt verði eðlilegt aftur. Það getur verið að hann haldi framhjá vegna slæmra minninga sem verður erfitt fyrir hann að ræða. En hann verður að vinna í tilfinningum sínum ef þú átt geta treyst honum aftur. Haldið áfram í hjónabandsráðgjöf,“ segir Deidre og ráðleggur konunni að gefa sér tíma í að endurmeta stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta hafa Íslendingar að segja um skjálftann – „Er ég bara hræðilegasta manneskja á landinu?“

Þetta hafa Íslendingar að segja um skjálftann – „Er ég bara hræðilegasta manneskja á landinu?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd hennar vekur athygli vegna kynfæris – „Ég sá það ekki fyrst en nú get ég ekki hætt að sjá það“

Mynd hennar vekur athygli vegna kynfæris – „Ég sá það ekki fyrst en nú get ég ekki hætt að sjá það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð