fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tímavélin – Svona átti hin fullkomna eiginkona að vera hér áður fyrr

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. september 2020 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór framfaraskref hafa verið stigin undanfarna áratugi í jafnréttisbaráttu kvenna og eins hefur skilningur samfélagsins á því hvað teljist til æskilegra eiginleika kvenna tekið stakkaskiptum á undanfarinni öld. Það er því áhugavert að líta aftur í tímann og sjá hvaða kröfur voru gerðar til eiginkvenna

Eiginkona þarf að kunna að matreiða, halda hús, sem kallað er, kunna nokkur skil á barnauppeldi og meðferð ungbarna, kunna að stoppa og bæta, vera nýtin á mat og föt, kunna að taka á móti gestum […]. Hún þarf fremur öðru að kunna þá fögru list að vera skapgóð, kát og laus við nöldur og nag,“ svo sagði í Degi árið 1947. Konum voru helst ætluð þrjú hlutverk á þeim tíma; dætur, mæður en fyrst og fremst eiginkonur. Að vera eiginkona var fullt starf sem veitti engan uppsafnaðan orlofsrétt.

Ferskar eins og rós

„Eruð þér kvæntir eða giftar? Ef svo er, þá eru hér nokkur góð ráð handa ykkur,“ svo var skrifað í Vikunni árið 1939. Á eftir fylgdu tíu ráð sem á þeim tíma þóttu líklega góð og mæt en þættu í dag hinn mesti dónaskapur og helber tímaskekkja:

  1. Verið alltaf kátar og ferskar eins og rós (Það ætti ekki að vera erfitt með þessum nýtízku hjálpargögnum).
  2. Verið aldrei háværar eða önug.
  3. Raulið aldrei, ef maður yðar talar, ekki einu sinni eftirlætislagið hans, nema hann sé þá heyrnarlaus.
  4. Biðjið hann aldrei um gjafir eða greiða, fyrr en hann hefir borðað.
  5. Truflið hann aldrei á meðan hann les kvöldblöðin – það er kannski eina ánægja hans allan daginn.
  6. Komið honum aldrei í vandræði með því að tala við hann blíðuorð eða kyssa hann, þegar aðrir eru viðstaddir.
  7. Verið ekki afbrýðisamar, þó að hann hafi skemmt sér við að spjalla við aðra konu en yður.
  8. Látið engan snerta á eigum hans. Það er það versta, sem manninum er gert, ef hann getur ekki haft sitt í friði.
  9. Talið aldrei of mikið eða of hátt um kosti annarra manna í návist manns yðar.
  10. Dáizt oft að dugnaði hans og hæfileikum.

Ekki verða of feit

Rúmlega áratug síðar höfðu kröfurnar til eiginkvenna lítið breyst. Lesandi Mánudagsblaðsins sendi árið 1950 inn sjö „gullvæg heilræði fyrir giftar konur“:

  1. Temdu þér að nota kímnigáfu þína. Þú munt oft þurfa á henni að halda ef þú hefir hugsað þér að búa í stormlitlu hjónabandi fram að gullbrúðkaupi.
  2. Gættu þess vel að eiginmaðurinn missi ekki áhugann á þér. Vertu honum eiginkona, móðir, unnusta og ástmey. Ef þú ekki gerir það muntu komast að raun um að ýmsar aðrar konur eru reiðubúnar að taka af þér ómakið.
  3. Taktu á móti manni þínum með sólskinsbros á vörum þegar hann kemur heim. Forðastu sem heitan eldinn að hrella hann strax og hann er kominn inn úr dyrunum með langdregnum frásögnum af hinum ýmsu smáatvikum sem orðið hafa til að ergja þig yfir daginn.
  4. Talaðu aldrei lítilsvirðandi um útlit eða klæðaburð annarrar konu. Eiginmaður þinn er þá vís til með að taka upp hanzkann fyrir hana – og þá verður þú bara ergileg og afbrýðisöm. Og byrjar eitt rifrildið enn.
  5. Gættu þess að verða ekki of feit. Eiginmenn eins og aðrir menn, vilja hafa sínar elskanlegu með straumlínusniði.
  6. Reyndu ekki að breyta manninum þínum – gera hann að „nýjum og betri manni“. Hann er fæddur með þessum ósköpum, göllunum og getur ekki losnað við þá frekar en sebrahesturinn „getur þvegið af sér rendur sínar.“ Umfram allt, ekki nöldra.
  7. Láttu þér ekki detta í hug, að baráttan sé unnin þótt þú sért búin að krækja þér í mann. Ónei góða mín. Mundu það, að það má líkja eiginmanninum við nýjan bíl. Aðalatriðið er ekki það að borga hann út í hönd – heldur er viðhaldið – það að halda honum vel við – aðalatriðið.

Passa sig á tengdó

Þegar líða fór á 20. öldina fóru aðstæður kvenna þó að breytast. Þá var farið að tíðkast í auknum mæli að konur væru úti á vinnumarkaðinum og því var farið að líta á það sem nokkuð eðlilegan hlut að karlmaður tæki þátt í húsverkum, ef konan væri útivinnandi. Hins vegar var mælst gegn því að hleypa þeim eftirlitslausum heim til mæðra sinna, því þá væri voðinn vís

„Ungir eiginmenn eru margir furðu viljugir að ryksuga og banka teppi svona af og til, jafnvel þótt þeir hafi alla tíð heitið því að snerta aldrei á húsverkum, meðan þeir voru í föður- eða „móður“-húsum. Þess vegna skuluð þið heldur aldrei skilja eiginmanninn eftir hjá móður sinni lengi í einu, ef þið þurfið að skreppa í burtu, því þá verður hann að öllum líkindum ófáanlegur til að taka til hendinni á heimilinu lengi á eftir,“ svo sagði í grein sem birtist í Vísi árið 1958.

Sú sem á bíl

Eitthvað voru karlmenn þó varir um sig eftir þessar breytingar. Í Vikunni árið 1963 birtist ítarlega úttekt á 20 týpum kvenna, kostum þeirra og göllum. Voru þar til dæmis nefndar til sögunnar ógurlegu týpurnar: Sú sem er orðin 35 ára, sú sem er flugfreyja og sú sem á bíl.

„Stúlkan sem á bíl, eða er alltaf á bíl er eitt af þjóðfélagsvandamálum nútímans. Þegar maðurinn á ekki bíl er þetta mjög alvarlegt. Það er gegn öllum náttúrulögmálum að konan sé í bílstjórasætinu.“

Þar hafið þið það. Það kæmi líklega svipur á konu í dag ef maki hennar ætlaði að taka upp gamla siði og segja henni að halda kjafti og vera sæt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi