fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Svala Björgvins opnar sig um bílslysið: „Það voru bara helmingslíkur að hann myndi lifa af“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. september 2020 09:27

Svala Björgvins. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Björgvinsdóttir, sem var orðin stjórstjarna í poppbransanum á unga aldri er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Svala hefur tekið alls kyns beygjur á ferlinum, en alltaf haldið í ástríðuna fyrir að búa til tónlist. Hún þekkir ekkert annað en að eiga einn frægasta einstakling Íslands sem pabba og fékk músíkina nánast í vöggugjöf. Erfiðasta tímabil lífs hennar og það sem breytti henni mest var þegar hún lenti í bílslysi þar sem bæði hún og þáverandi kærasti hennar til margra ára voru mjög hætt komin

„Þegar ég lenti í bílslysinu 2008 kom heilt ár sem var mjög erfitt. Það var alvöru áfall. Svona atvik breytir lífi manns algjörlega. Ég var með Einari, fyrrverandi kærastanum mínum og hann var í öndunarvél í heila viku og fór í margar aðgerðir, ég var á gjörgæslu með innvortis blæðingar og þetta var bara rosalegt. Við vorum að fara á tónleikaferðalag í Skandinavíu og við vorum með pabba Einars og bræðurnir þrír og svo ég í bílnum. Einar setti mig í belti bara fimm mínútum áður en það var keyrt á okkur, þannig að hann bjargaði mér líklega,“ segir Svala.

„Lifrin á mér fór í sundur og það voru innvortis blæðingar og mar út um allt. Einar slasaðist samt mest af okkur af því að hann var bara með tveggja punkta belti. Það voru bara helmingslíkur á að hann myndi lifa af í tvo daga og ég fékk meira að segja að kveðja hann ef hann færi. Þegar þú lendir í svona hugsar þú alltaf eftir það að þú getir farið hvenær sem er og áttar þig betur á því að lífið er bara núna og það er hverfult. Maður þarf að vanda sig í lífinu. Þetta breytir lífssýninni. Ég skoða alltaf myndirnar af þessu hvert ár, til að minna mig á að vera þakklát. Pabbi hans Einars (Egill Eðvarðsson) tók myndir af öllu saman. Þegar Einar var í öndunarvél og ég á gjörgæslu og allt hitt. Hann myndaði þetta allt. Maður verður að muna að lífið er brothætt,“ segir Svala.

Í viðtalinu fara Svala og Sölvi yfir magnaðan feril Svölu, ótrúleg augnablik á ferðalaginu og nýja kaflann í lífi hennar eftir að hún flutti heim til Íslands á nýjan leik í eftir margra ára útlegð í Bandaríkjunum.

Þú getur einnig hlustað á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur þú fundið hringina á sjónhverfingunni á innan við 10 sekúndum?

Getur þú fundið hringina á sjónhverfingunni á innan við 10 sekúndum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil