fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Auðunn Blöndal kemur fallega á óvart

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 14. ágúst 2020 07:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal varð fertugur fyrir skemmstu og er kominn langt frá ógeðsdrykkjunum sem gerðu hann frægan. Hann hefur lært á sjálfan sig, sefað athyglissýkina og honum fylgir ró og sátt. Þessi eldri og einlægari útgáfa af einum frægasta sjónvarpsmanni landsins sýnir mann sem hefur eflst í starfi og á nóg eftir.

Auddi, eins og hann er kallaður, er í forsíðuviðtali DV sem kemur út í dag. Þrátt fyrir breitt bros og djúpa vasa af gríni hefur Auddi ekki átt áfallalausa ævi. Æskuvinur hans svipti sig lífi aðeins 22 ára gamall og segir Auddi mikilvægt að leita sér hjálpar. Ekkert vandamál sé of stórt til að leysa það.
Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi en 32 karlmenn tóku eigið líf árið 2019 og 7 konur.

Auddi ræðir einnig verstu fjárfestingu lífsins, þá staðreynd að hann sendi um tíma óhreinan þvott með flugi til mömmu sinnar, hvers vegna kærastan hans fer stundum á undan honum inn í sjoppur og af hverju hann ætlar aldrei að hætta að fíflast. Það verður að segjast að Auddi kemur fallega á óvart í þessu viðtali.

Þar að auki er margt annað forvitnilegt að finna í nýjasta tölublaði DV.

Hver er staðan á vinnumarkaðnum? Þrátt fyrir að samningar hafi náðst við yfirgnæfandi meirihluta stéttarfélaga er mikil óvissa í kortunum. Verði ekki gripið í taumana samstundis er stórslys í uppsiglingu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR.

Hverjir eru lykilleikmenn hjá Samherja? Samherji birti í vikunni myndband þar sem fréttaflutningur RÚV og Helga Seljan af Seðlabankamálinu svo kallaða er gagnrýndur. Myndbandið olli töluverðu fjaðrafoki þar sem fáheyrt er hér á landi að stórfyrirtæki ráðist með álíka hætti að fjölmiðli. En hvaða aðilar eru það sem standa að baki Samherja?

Afþreying fyrir alla. Þar sem nánast öll ritstjórn DV er í sóttkví fer nokkuð mikið fyrir inniveru í blaðinu í formi ábendinga um það besta á Netflix og hvaða borðspil séu best.

Eyjan tekur púlsinn á tilslökun við landamærin. Mikið mæðir nú á ríkisstjórninni en þeir eru ýmsir sem telja nýja bylgju kórónaveirunnar einkum stafa af alls ótímabærri tilslökun ríkisins á íslensku landamærunum.

Frábærar uppskriftir. Eva Laufey deilir uppskriftum af frábæru sjónvarpsnasli og Una í eldhúsinu smellir í dýrindis súpu og bláberjaköku.

Smelltu hér til að lesa DV.

Nýtt DV kemur út í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti