fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk sjónvarpsog kvikmyndagerð hefur verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Má þar nefna dæmi á borð við Ófærð, Brot, Hvítur, Hvítur dagur og Pabbahelgar. Fjölmargir nýliðar hafa komið fram á sjónarsviðið sem verður spennandi að fylgjast með á næstu árum. DV leitaði til reynslubolta innan bransans og bað þá um að nefna dæmi um vonarstjörnur í íslenskri sjónvarps- og kvik- myndagerð.

Að neðan eru þau nöfn sem oftast voru nefnd.

Ninna Pálmadóttir, leikstjóri og kvikmyndatökumaður

Ninna lauk MFA-námi í kvikmyndagerð frá NYU Tisch School of the Arts árið 2019 og hefur skrifað og leik- stýrt fjölda stuttmynda á Íslandi og í Bandaríkjunum. Stuttmynd hennar Paperboy hefur hlotið mikið lof og verið verðlaunuð á kvikmyndahátíðum víða um heim. Hún vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd.

„Fyrst og fremst er það Ninna Pálmadóttir. Hún er ótrúlega kröftug og hef ég stutt hana frá byrjun. Og held því áfram.“

„Stuttmyndirnar frá henni lofa góðu og hafa gengið vel á hátíðum.“

Ninna Pálmadóttir. Ljósmynd/ninnapalma.com

Ugla Hauksdóttir, leikstjóri og handritshöfundur

Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Ugla þegar fengið inngöngu í hin virtu samtök Directors Guild of America, fyrst íslenskra kvenleikstjóra. Hún lauk leikstjórnarmámi á meistarastigi frá Columbia-háskóla árið 2016 og sópaði að sér verðlaunum við útskrift. Síðan þá hefur hún meðal annars leikstýrt tveimur þáttum af Ófærð 2, þremur þáttum af Amazon-seríunni Hanna og þáttaröðinni Snowfall. Þá mun hún leikstýra tveimur þáttum í Amazon seríunni The Power sem byggir á metsölubók eftir Naomi Alderman.

„Hefur gert tvær stuttmyndir sem sýna að þar er öflugur leikstjóri á ferð. Verður spennandi að sjá hana spreyta sig á mynd í fullri lengd eða sjónvarpsþáttum.“

„Stuttmyndir hennar lofa mjög góðu. Hún hefur líka verið að fá stór tækifæri, Ófærð og fleira, en það væri gaman að sjá frá henni persónulegt verk.“

Ugla Hauksdóttir. Ljósmynd/Aðsend.

Erlendur Sveinsson, leikstjóri

Erlendur Sveinsson útskrifaðist með MFA-gráðu í leikstjórn frá Columbia-háskóla í New York árið 2017 en áður hafði hann lokið námi í leikstjórn og framleiðslu í Kvikmyndaskóla Íslands. Stuttmyndir hans hafa hlotið fjölda verðlauna á alþjóðlegum hátíðum á borð við Aspen Shortsfest, Palm Springs Shortsfest og Odense International film festival. Stuttmynd hans Kanarí hlaut tilnefningu sem besta dramamynd ársins á streymisveitunni Vimeo árið 2018.

„Stuttmyndin hans, Kanarí, var mjög sterk, einföld og áhrifamikil.“

„Hefur gert stuttmyndir sem vakið hafa athygli.“

Erlendur Sveinsson.

Hlynur Pálmason, leikstjóri

Hlynur Pálmason nam við Danska kvikmyndaskólann í Kaupmannahöfn og hefur þegar leikstýrt tveimur kvikmyndum í fullri lengd, 35 ára gamall. Frumraun hans, Vetrarbræður, hlaut níu verðlaun á Robert-hátíð dönsku kvikmyndaakademíunnar 2018. Þá hefur kvikmynd hans Hvítur, hvítur dagur farið sigurför um heiminn.

„Án efa efnilegasti leikstjórinn á Íslandi í dag. Snillingur í myndrænni frásögn og hefur sérstakan stíl sem engin annar leikstjóri á Íslandi hefur.“

„Hlynur Pálmason, kvikmyndaskáld og mjög áhugaverður listrænn leikstjóri. Hefur notið mik- illar velgengni á erlendum hátíðum fyrir fyrstu tvær myndir sínar.“

Hlynur Pálmason ásamt Ingvari E Sigurðssyni sem lék aðalhlutverkið í Hvítur, hvítur dagur. LJósmynd/Ernir Eyjólfsson.

Þórður Pálsson, leikstjóri

Þórður er með diplóma í leikstjórn og framleiðslu frá Kvikmyndaskóla Íslands og lauk meistaranámi í leikstjórn í National Film and Television School í Bretlandi árið 2015. Hans stærsta verkefni til þessa er án efa spennuþáttaröðin Brot (The Valhalla Murders) sem sýnd var á RÚV í vetur en um er að ræða fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaröðina sem gerð er í sam- vinnu við Netflix.

„Sýndi það með þáttunum Brot að þar er efnilegur leikstjóri á ferð. Spái honum velgengni á sviði genre-mynda og spennuþáttagerðar.“

„Kom seríu af stað (Brot) og það er vel af sér vikið sem fyrsta stóra verk.“

Þórður Pálsson.

Magnús Leifsson, leikstjóri

Magnús hefur getið sér gott orð sem leikstjóri og komið að fjölda tónlistarmyndbanda, meðal annars fyrir Hatara, Emmsjé Gauta og Úlfur Úlfur en hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2014 fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur. Þá hefur hann leikstýrt fjölda auglýsinga.

„Spennandi leikstjóri sem hefur aðallega verið í auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Vann Edduna fyrir bestu stuttmynd og undirbýr spennandi kvikmynd í fullri lengd.“

Magnús Leifsson. Ljósmynd/Anton Brink.

Þessi voru einnig nefnd:

Brúsi Ólafsson leikstjóri

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur

Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur

Þóra Hilmarsdóttir leikstjóri

Davíð Már Stefánsson handritshöfundur

Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri

Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona og leikstjóri

Chanel Björk Sturludóttir framleiðandi

Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstjóri

Dóri DNA leikari og handritshöfundur

Steindi Jr. leikari og handritshöfundur

Sara Nassim framleiðandi

Þór Elíasson kvikmyndatökumaður

Álitsgjafar:

Ragnar Bragason leikstjóri

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur

Búi Baldvinsson framleiðandi

Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson leikstjóri

Grímur Hákonarson leikstjóri

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður og stjórnandi vefsins Klapptré

Tómas Valgeirsson blaðamaður og gagnrýnandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“