fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 15:15

Greta Salóme. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gréta Salomé, tónlistarkona, gagnrýnir Keiluhöllina fyrir að sniðganga konur. Tilefnið var auglýsing Keiluhallarinnar um dagskrá júlímánaðar. Þar ber að líta fjölda viðburða þar sem karlmönnum bregður fyrir, en ekki ein einasta kona kemst þar á blað.

Gréta skrifar um þetta á Facebook.

,,Var enginn frá Keiluhöllinni sem horfði á þessa síðu og hugsaði ,,það vantar eitthvað” áður en hún var send í prent? “ spyr Gréta.

Hún bendir á að ekki skorti á hæfileikaríkar konur á Íslandi, og Keiluhöllina megi vel gagnrýna fyrir þetta án þess að það lasti með nokkru móti þá karlmenn sem bregður fyrir í auglýsingunni.

,,Þetta er ekki spurning um vöntun á góðu kventónlistarfólki eða á neinn hátt verið að lasta þá sem þarna eru að koma fram heldur er þetta spurning um að sýna ábyrgð! Það er árið 2020 og ennþá sjáum við svona heilsíður endalaust! Hvaða skilaboð er verið að senda bæði tónlistarfólki, neytendum og upprennandi tónlistarkonum? Nákvæmlega þau að það sé ekki pláss fyrir þær.“

Grétu finnst mikilvægt að benda á svona tilvik. Þó svo Keiluhöllin hafi líklega ekki gert þetta vísvitandi þá verði fyrirtæki að gera sér grein fyrir hversu letjandi þetta geti haft á ungar konur sem vilja elta drauma sína.

,,Það er kannski ekki gert meðvitað en þangað til við verðum öll meðvituð um að gera það EKKI þá höldum þessari skekkju við!
Hver er hvatinn fyrir ungar stelpur að elta draumana sína, vinna í listinni sinni, læra það sem þær elska ef þetta eru skilaboðin sem við sendum þeim? Og það tapa allir á því…við missum af því að njóta hæfileika upprennandi tónlistarkvenna og flóran verður einlit.
Við getum einfaldlega gert svo miklu miklu betur en þetta….öll….saman!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“