fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Erpur og Rottweilerhundarnir voru ritskoðaðir: „Vorum að tala um homma og hórur“

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 18. júlí 2020 17:00

Erpur Eyvindarson er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggva. Mynd/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við fengum enga spilun í útvarpi. Óla Palla á Rás 2 langaði alveg að spila „Sönn íslensk sakamál“ en þá var bara þjóðarsálin á línunni. Ég var að tala við Svala á FM og þá langaði að spila „Þér er ekki boðið“ því það var aðal partýlagið. Það var ekkert hægt enda vorum við bara að drulla yfir alla FM-plötusnúðana í laginu,” segir Erpur Eyvindarson í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar.

Í viðtalinu við Sölva segir Erpur frá því hvernig það var að rappa á íslensku þegar XXX Rottweiler Hundar byrjuðu og mótlætinu sem þeir lentu í fyrir harkalegt orðalag og fleira.

Gerðu hluti sem enginn annar í heiminum gerði

Erpur segir að það sem Rottweiler hundarnir voru að gera í tónlist á þessum tíma hafi verið algjörlega nýtt. Þeir hafi meira að segja gert hluti sem var hvergi verið að gera í öllum heiminum.

„Það voru þingmenn að tala gegn okkur í Silfur-Egils, Jónína Bjartmars ráðherra og fleiri. Við vorum ritskoðaðir mjög mikið. Við vorum settir í bann á Samfés og við vorum bannaðir í félagsmiðstöðvunum út af orðalaginu og rommið og eitthvað svona. Það var verið að biðja um að ritskoða okkur af því við værum að tala um homma og hórur, en ég var alltaf að segja að ég væri sjálfur þessir hlutir. Ég segi í textanum: „Ég ætlaði að ríða mömmu þinni, en hún var ekki inni, svo ég reið pabba þínum“. Ég er að tala um að ég sé að setja í gaur! Á þessum tíma í rappi í heiminum þá sagði enginn að hann væri að setja í gaur.“

Er núverandi rokkstjarna Íslands

Í viðtalinu segir Erpur sögur af all kyns hlutum, meðal annars ferðalögum og partý-standi. Þegar Sölvi spyr hann hvort hann eigi ekki titilinn að vera núverandi rokkstjarna Íslands stendur ekki á svörum.

„Jú jú, ég er það. Það er langt síðan, ég hef haldið alveg stefnunni, það eru mjög margir öflugir sem maður hefur partýast með, en mjög margir af þeim detta út. Þeir koma alveg til baka, en mjög margir hafa farið í meðferð og margir eignast krakka og þykjast ætla að verða fullorðnir og margir setja á sig bindi. Það skiptir svo miklu máli að halda stefnunni. Ég er kapteinninn á galeiðunni. Ég er í brúnni.“

Erpur og Sölvi fara um víðan völl í viðtalinu. Hægt er að hlusta á á það í heild sinni hér að neðan.

https://youtu.be/A6zYUVn0s78

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“