fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Íslendingar um auglýsinguna – „Hvað var þetta lið að reykja?“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 20:20

Mynd: Íslandsstofa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í dag þá hefur Íslandsstofa, í gegnum átakið Inspired by Iceland, hrundið af stað sérstæðu markaðsátaki sem felst í því að bjóða fólki út um allan heim að láta öskur sitt hljóma í gegnum sjö hátalara sem verða staðsettir víðsvegar um landið.

Ekki virðast allir sáttir með þetta átak, en fjöldi Íslendinga haf tjáð sig um það á samfélagsmiðlum. Þar hefur átakið bæði verið kallað hallærisleg og taktlaus.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni, þar sagði hann að auglýsingin væri plebbaleg úr takt við lífið í landinu.

Skemmtikrafturinn og leikarinn Vilhelm Neto gerði grín að auglýsingunni á Twitter. Hann minntist á að líklega hafi margir Íslendingar hugsað spenntir til þess að geta ferðast um landið án þess að verða fyrir truflunum frá túristum, sú upplifun gæti þó breyst með þessum hátölurum.

Meðlimir í Facebook-hópnum Markaðsnördar voru einnig spurðir út í álit sitt á málinu, þar voru skiptar skoðanir á málinu. Annars vegar fannst fólki auglýsingin slæm, hins vegar fannst öðrum hún góð þar sem hún væri að vekja athygli og umfjöllun. Hér að neðan má sjá nokkur ummæli sem finna má í hópnum.

„Á meðan málfrelsi er enn á Íslandi þá leyfi ég mér að segja : Hvað var þetta lið að reykja?“

„Ég sá þetta í Kálfhamarsvík og hélt að maður gæti tengst þessu sjálfur og spilað músikk. Sem hefði verið algjör snilld, sérstaklega á fáförnum stöðum. Þetta öskur bull er ömurleg hugmynd.“

„Ég er í nokkrum erlendum ferða-grúbbum á facebook og þar er fólk að tala mjög jákvætt um þetta.“

„Umfjöllun er eitt, en hvort það skilar sér í auknum ferðalögum hingað til lands er annað. Ef ég hefði áhuga á því að komast úr ys og þys borgarlífsins, eða úr einangrun vegna covid í slökun á Íslandi væru öskur við ferðamannastaði ekki beinlínis til að hvetja mig til þess.“

„Getið rétt ímyndað ykkur hvað fólkið á internetinu á eftir að öskra í þessa hátalara. Þetta er svo galin hugmynd.“

„Ég hugsa að þessi hátalara-hugmynd sé hönnuð gagngert til að næla sér í fyrirsagnir og svona pósta.“

„Mér finnst þessi herferð nokkuð sniðug bara. Interactiv á einfaldasta máta, auð mælanleg, öðruvísi, eftirtektarverð etc. En sko, það eru allir búnir að skolla lengra áður en hún nær athygli á einhvern hátt, eða er ég einn um gefa svona hlutum gríðarlega stuttan tíma til að grípa mig á vafri internetanna?“

„Nokkuð viss um að ef svona hátalari væri á stað sem ég myndi heimsækja eða skoða þá myndi ég einfaldlega slökkva á honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi