Treystu mér er heiti á verkefni sem hefur undanfarið verið safnað til á Karolinafund og náðist að safna meira en þurfti til. Að baki verkefninu er Elísabet Sveinsdóttir grunnskólakennari og hestakona en Treystu mér snýst um umgengni og samneyti við hesta fyrir andlega veik börn eða börn með þroskafrávik.
Elísabet hefur nú opnað hesthúsið á Selfossi fyrir börnunum en verkefnið er unnið í samstarfi við félagsmálasvið Árborgar.
Elísabet er í viðtali í þættinum 21 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Hún segir hugmyndina hafa orðið til eftir mikil eigin veikindi en Elísabet fékk brjóstakrabbamein fyrir um 7 árum síðar og þurfti í brjóstnám og lyfjameðferð í kjölfarið. Hún fór mikið út í hesthús þegar hún var að ná sér og fann að það gerði henni gott í bataferlinu. Þegar hún ákveður á ný að fara á bak var henni ráðlagt að fara á rólegan „barnahest“ en hún segir að ekkert annað hafa komið til greina en hennar hestur, sem heitir Hrammur.