fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fókus

Úttekt – Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi – Sogtæki, titringur og rassaleikir

Fókus
Laugardaginn 15. febrúar 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið úrval er af verslunum á Íslandi sem sérhæfa sig í hjálpartækjum ástarlífsins. DV kannaði markaðinn og athugaði hvaða vörur væru vinsælastar hjá þeim sem vilja smá (eða dúndurmikið) krydd í kynlífið.

Það má með sanni segja að sogtæki af ýmsu tagi toppi listann, en um er að ræða tæki með ýmsum sogstillingum sem ku veita mikinn unað, hvort sem þau eru notuð á sníp og barma eða endaþarm. Meðal þeirra vinsælustu eru tæki sem bæði sjúga og titra – tvöföld gleði!

Einnig eru „strap-onar“, beisli með gervilim sem konur geta smellt á sig, afar vinsælir og einnig svokallað „anal plug“ sem veitir, eins og nafnið gefur til kynna, unað í endaþarm. Því virðist sem Íslendingar séu farnir að kanna endaþarminn sífellt meira í kynlífi, sem sést best á því að mest selda vara kynlífstækjaverslunarinnar blush.is árið 2019 var einfaldlega sleipiefni, sem er þarfaþing ef gleðja á afturendann.

Kraftur fyrir lengra komna

Meðal þess vinsælasta hjá blush.is er Womanizer Premium, tæki sem örvar snípinn með sogtækninni. Tólf mismunandi stillingar, allt frá léttri snertingu yfir í kraftmikið sog fyrir lengra komna. Ekki skemmir fyrir að tækið er afar hljóðlátt og því engin hætta á að mótorhljóðin veki heimilisfólkið.

Ódýrari týpan

Þeir sem hafa minna á milli handanna og geta ekki splæst í Womanizer-vörurnar geta kíkt á tantra.is á Satisfyer Pro 2 Next Generation. Sú vara er svipuð Womanizer, nema mun ódýrari, og sagan segir að sogið úr þessu tryllitæki færi konum alsælu, hvar og hvenær sem er, þó ekki eins hljóðlátlega og Womanizer.

Heit múffa

Satisfyer Men Masturbator Heat Vibration er tækið með langa nafnið og mikla unaðinn. Það fæst hjá hermosa.is og kallast á íslensku einfaldlega múffa. Múffa þessi er með þrjár hitastillingar og sjötíu titringsstillingum svo allir karlmenn ættu að finna stillingu við hæfi. Upplifun fyrir karla ku vera lík því að stunda kynlíf með manneskju.

Litla leyndarmálið

Vinsæl vara hjá bæði hermosa.is og tantra.is er Partner Plus og smellpassar hún í paraleikinn. Tækið er vatnshelt og því hægt að taka það með í bústaðinn, en því fylgir einnig fjarstýring sem þýðir að hægt er að leika sér með litla leyndarmálið í mannfagnaði án þess að nokkur þurfi að vita. Tækið örvar G-blettinn og snípinn og virkar í flestum stellingum. Nú er bara að nota ímyndunaraflið!

Einnota unaður

Hedy Svakom er vinsæl, einnota runkmúffa hjá blush.is. Það þarf líklegast ekki að fjölyrða um kosti hennar.

Stærðin skiptir ekki máli

Erótíska nuddtækið Nalone Roma fæst hjá amor.is. Sex titringsstillingar og beygjanlegur silíkonhaus vinna ötullega að því að bæta, hressa og kæta. Ekki láta stærðina blekkja því krafturinn er kynngimagnaður.

Sogdrottning

Drottning sogtækjanna er Queen Pulse Wave-settið frá Zalo sem fæst hjá hermosa.is. Um er að ræða titrara sem hægt er að breyta í sogtæki – það besta úr báðum heimum. Hægt er að tengja tækið við síma og láta það titra eftir tónlist eða láta makann hafa völdin.

Typpahringur með titringi

Hjá bæði blush.is og tantra.is er endurhlaðanlegi typpahringurinn frá Winni Svakom gríðarvinsæll en hann er kraftmikill, með titringi og sérstaklega hannaður fyrir pör. Typpahringurinn auðveldar karlmönnum að halda stinningu en getur einnig hentað sem egg. Þessi kemur með fjarstýringu – en ekki hvað?

Þrennutilboð

Hið byltingarkennda Zalo Hero-tæki hjá hermosa.is er búið þeim eiginleika að „tungan“ á tækinu getur hreyft sig fram og til baka allt að 75 sinnum á sekúndu og líkir því eftir munnmökum. En bíðið, það er meira! Tækið er líka hægt að nota sem titrara eða egg.

Fyrir byrjendur

Eins og áður segir eru gervilimir sem kona festir á sig að slá í gegn hjá landanum. Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum geta keypt byrjendasett hjá hermosa.is og unnið sig upp í keppnistýpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar
Fókus
Fyrir 1 viku

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“