Föstudagur 21.febrúar 2020
Fókus

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“

Fókus
Föstudaginn 14. febrúar 2020 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast við athafna- og listakonuna Rósu Guðmunds úr víglínu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi seint á síðustu öld. Þá var Rósa áberandi í skemmtanalífinu í kringum aldamótin. Síðustu tvo áratugi hefur Rósa búið í Bandaríkjunum Hún segir frá atburaríku og áhugaverðu lífi sínu í viðtali við Smartland.

Rósa kynntist eiginkonu sinni Moonli Singha árið 2013 og gengur þær í það heilaga í desember 2016. Ástæðan fyrir því að þær ákváðu að eiga hvor aðra á þessum tíma var vegna nýkjörins forsetaembætts Trump.

„Við vildum ekki taka áhættuna á því að Trump og hans fólk myndu reyna að taka réttindi okkar í burtu eftir að hann yrði forseti,“ segir hún í helgarblaði Smartlands.

Mikið áfall

Rósa þakkar lífsstíl sínum unglegt útlit sitt. Hún hefur verið vegan í nær 15 ár. Eiginkona Rósu varð einnig vegan eftir að þær kynntust og hefur aldrei verið hraustari. Rósa segist þó ekki skipta sér af hvað aðrir borða og sé alls ekki að leika Guð í eigin lífi. Hún hefur gengið í gegnum margt í lífinu og er edrú í dag.

„Að hafa orðið edrú 24 ára er stærsta gjöf sem ég gat gefið mér. Að hafa byrjað að drekka 13 ára, nota sterkara dóp 18 ára og vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall fyrir mig og fjölskylduna,“ segir hún.

Rósa opnaði sig um atburðina sem leiddu til þess að hún ákvað að verða edrú í viðtali við DV árið 2013.

Árið 2001 hafði Rósa ofgert sér í vinnu og djammi og ekki leið á löngu þar til álagið fór að segja til sín. „Ég varð andlega lasin og gjörsamlega hrundi. Ég var svo ung og hafði verið undir allt of miklu álagi. Ég var með næturklúbbinn, stofnaði fyrstu íslensku almannatengslaskrifstofuna, setti upp AIDSfjáröflunarkvöld, var með sjónvarpsþátt á Skjá Einum, var alltaf á milli tannanna á fólki og djammaði allt of mikið. Ég fékk bara taugaáfall,“ sagði hún við DV og bætti við að þegar henni hafi tekist að tjasla sér saman aftur hafi hún tekið ákvörðun um að breyta um lífsstíl.

„Ég snéri bakinu við þessu næturlífi og fór að hugsa um sjálfa mig. Ég hafði aldrei spáð í neitt þannig og hafði ekki stundað heilbrigt líferni frá því ég var barn í Vestmannaeyjum.“

Að sögn Rósu skiptir miklu máli að gera upp fortíðina og fyrirgefa sjálfum sér og öðrum, svo hægt sé að upplifa hamingu í núinu.

„Ég veit með sanni að við erum andlegar verur að upplifa mannlega vist. Þess vegna óttast ég ekki dauðann,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée
Fókus
Fyrir 6 dögum

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“