fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Fókus

Samfélagsmiðlastjarna sökuð um að selja barnaklám – „Vil ekki fara í nærbuxur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 09:34

Gabi DeMartino.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur áhrifavaldur biðst afsökunar eftir að hafa selt myndband af sér nakinni sem barn á OnlyFans, síðu sem er þekkt fyrir að selja klám og djarfar myndir.

Gabi DeMartino er 25 ára samfélagsmiðlastjarna með tæplega tíu milljón fylgjendur á sameiginlegri YouTube-rás sinni og tvíburasystur sinnar, og svo er hún með aðra þrjár milljónir fylgjenda á eigin rás. Hún er með 4,4 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún setti nýlega ilmvatn á markaðinn og er með OnlyFans-síðu.

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér.

Á OnlyFans geta notendur sent „læstar“ myndir eða myndbönd til aðdáenda sinna. Aðdáendurnir sjá aðeins textann með myndinni en þurfa að greiða um 379 krónur til að opna myndina eða myndbandið. Gabi sendi aðdáendum sínum á OnlyFans læst myndband með yfirskriftinni: „Vil ekki fara í nærbuxur.“

Skjáskot/OnlyFans

Hún deildi einnig lostafenginni mynd af sér og skrifaði með: „Fyrir ykkur sem eruð forvitin, þá sendi ég ykkur óvæntan glaðning.“

Skjáskot/OnlyFans

Óvænti glaðningurinn var 35 sekúndna myndband af Gabi frá því að hún var þriggja ára gömul. Í myndbandinu lyftir hún upp kjólnum sínum og er nakin undir.

Það er óhætt að segja að viðbrögðin hafi verið mikil og neikvæð. Gabi hefur beðist afsökunar, fyrst á Twitter og síðan í myndbandi á YouTube. Hún segir að hún hafi ekki áttað sig á að fólk myndi taka myndbandinu sem kynferðislegu, en gagnrýnendur trúa henni ekki.

Einn fyrrum aðdáandi hennar segir: „Ég hef séð um aðdáendasíðu fyrir þig í fjögur ár. Ég hef keypt vörurnar þínar og ilmvatnið þitt. En nú hefurðu gengið of langt. Þú hefur gert mistök í fortíðinni og ég hef komist yfir þau, en ég get ekki lengur stutt þig. Þú heldur að þetta sé saklaus brandari.“

Eins og fyrr segir er Gabi mjög vinsæl á samfélagsmiðlum, en hún er einnig þekkt fyrir að vera lík stórstjörnunni Ariönu Grande. Gabi var í tónlistarmyndbandi söngkonunnar við lagið „Thank U, Next.“

Í myndbandinu á YouTube sagðist Gabi ætla að „þroskast og læra af þessu.“

„Mér hefði aldrei dottið í hug í milljón ár að það væri hægt að líta á eitthvað svo saklaust á svona ljótan hátt. Ég gerði mér grein fyrir því að ég er  ekki raunveruleikatengd,  mér datt það ekki einu sinni í hug að myndbandið gæti verið túlkað á þennan hátt,“ segir hún.

Mynd/Instagram

Gabi hefur verið gagnrýnd fyrir að selja myndbandið og gefa til kynna að um væri að ræða kynferðislegt myndband af henni sem fullorðinni. Margir hafa bent á að þeir aðdáendur hennar sem keyptu myndbandið, og töldu það vera af fullorðinni Gabi, gætu orðið sekir fyrir vörslu barnakláms.

OnlyFans hefur gripið til aðgerða og lokað fyrir síðu Gabi.

Í samtali við Insider segir Gabi að OnlyFans síða hennar sé ekki kynferðisleg, en Insider bendir á að nokkrar gamlar færslur frá henni eru af kynferðislegum toga. Til að mynda myndband af henni að „twerka“ og mynd þar sem sést í geirvörtu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?

Áströlsk sjónvarpsstjarna setti netið á hliðina – Er kjóllinn blár eða hvítur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta María og Páll Winkel setja glæsihýsið á sölu fyrir 120 milljónir

Marta María og Páll Winkel setja glæsihýsið á sölu fyrir 120 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“