fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Manstu eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. desember 2020 13:30

Grace Vanderwaal, þá og nú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein vinsælasta og eftirminnilegasta áheyrnarprufa America‘s Got Talent er prufa Grace Vanderwaal.

Hún var aðeins tólf ára gömul þegar hún tók þátt árið 2016. Hún mætti ein á svið með ukulele og tókst að sigra hjörtu áhorfenda með frumfluttu lagi. Hún fékk gullhnappinn frá Howie Mandel og endaði með að vinna alla keppnina.

Síðan þá hefur hún gefið út plötu, farið á tónleikaferðalag með Imagine Dragons og Florence and the Machine. Hún lék einnig í sinni fyrstu mynd, Disney myndinni Stargirl, sem kom út fyrr á árinu.

Grace Vanderwaal. Mynd/Getty

Eðlilega hefur útlit Grace breyst í gegnum árin, enda er það mikið stökk að fara úr því að vera tólf ára í að verða sextán ára. Að vera í sviðsljósinu gerir það einungis erfiðara. En hún virðist hafa fundið sinn stíl með árunum og er orðinn algjör töffari.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Grace VanderWaal (@gracevanderwaal)

Undanfarnar vikur hefur nýtt útlit Grace verið að vekja mikla athygli. Hún afhjúpaði nýja klippingu á Instagram og sýndi krúnurakað höfuð sitt.

Mynd/Instagram

Hún opnaði sig einnig um andleg veikindi. „Ég sit hér í sturtunni […] Mér líður eins og ég sé loksins að vinna í mér eftir margra ára gremju og andleg veikindi,“ sagði hún í myndbandinu, sem hún eyddi síðan.

„Ég get ekki útskýrt það en ég er vongóð og finn fyrir hvatningu til að verða betri og lækna ör fortíðarinnar. Ég er svo spennt fyrir framtíðinni, fyrir hönd okkar allra. Hver dagur er gjöf,“ sagði hún einnig í myndbandinu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Grace VanderWaal (@gracevanderwaal)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar