Fimmtudagur 04.mars 2021
Fókus

Íslenskur þáttur hátt á lista yfir bestu þætti allra tíma

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 20:22

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newsweek birti á dögunum lista yfir 100 bestu þætti allra tíma. Ekki þáttaraðir, heldur staka þætti. Miðast var við einkunnakerfi IMDb, en því hærri einkunn sem þættirnir fá á þeirri síðu, því hærra komust þeir á listann. Bæði Game of Thrones og Breaking Bad áttu marga þætti á lista Newsweek, til að mynda voru efstu sex þættirnir á listanum allir þaðan. Við Íslendingar getum þó verið stolt, þar sem að einn þáttur af Latabæ, komst á listann og það í tuttugasta sæti.

Þátturinn sem um ræðir ber nafnið Robbie’s Dream Team, sem mætti útleggja sem Draumalið Glanna Glæps. Hann hefur hlotið einkunnina 9.9 í einkunn á IMDb, sem byggir á 5,602 atkvæðum. Líkt og flestir vita er Latibær hugverk Magnúsar Scheving, sem er einnig titlaður leikstjóri þáttarins.

Í þessum tiltekna þætti má sjá eitt allra eftirminnilegasta atvik Latabæjar, en það er lagið We Are Number One, sem tröllreið alnetinu um tíma og varð að svokölluðu meme-i. Atriðið skartaði auðvitað Stefáni Karli Stefánssyni heitnum, sem fór eftirminnilega með hlutverk Glanna Glæps.

Newsweek lýsir þættinum svona:

„Næst síðasti þáttur seríunnar innihélt lagið We Are Number One, sem varð gífurlega vinsælt á netinu og varð viðfang nokkurra paródía, auk þess sem það varð meme-i á internetinu. Í þættinum reyna Glanni og þrjár hjálparhellur hans að losna við Íþróttaálfinn. Stefán Karl Stefánsson, sem lék Glanna Glæp lést árið 2018, eftir baráttu við krabbamein.“

Hér má sjá lagið eftiminnilega:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Love Island-stjarna deilir einlægum og kynferðislegum staðreyndum um samband sitt

Love Island-stjarna deilir einlægum og kynferðislegum staðreyndum um samband sitt
Fókus
Í gær

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol
Fastir pennarFókus
Fyrir 2 dögum

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet ætlaði að fá Bubba til að syngja með sér „Esjan“ en hætti við – Þetta er ástæðan

Bríet ætlaði að fá Bubba til að syngja með sér „Esjan“ en hætti við – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nadía Sif birtir fyrstu myndina af sér og nýja kærastanum

Nadía Sif birtir fyrstu myndina af sér og nýja kærastanum