fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

„Eiginmaðurinn sendi mér skilaboð um jólatré og sagðist vilja skilnað“

Fókus
Miðvikudaginn 16. desember 2020 15:28

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Eiginmaður minn sendi mér skilaboð og spurði hvort hann mætti fá toppgrindina lánaða svo hann gæti keypt stórt jólatré. Hann bætti svo við, eins og ekkert væri, að hann vildi skilnað,“ segir konan.

„Hann hélt framhjá mér með vinkonu og fór frá mér. Hann býr núna með henni og hennar börnum. Hún er ólétt og ég er miður mín.“

Konan er 37 ára og eiginmaður hennar er 39 ára.

„Við höfum verið gift í tíu ár og eigum saman fimm ára son,“ segir hún.

„Ég þoli ekki tilhugsunina um hann með nýrri fjölskyldu. Það er eins og hann hafi kastað mér í burtu. Við eigum erfitt með að tala um það sem við kemur ekki syni okkar, og ég vil ekki að konan, sem splundraði fjölskyldu minni, sé með honum.“

Deidre gefur konunni ráð. Hún segir að hegðun mannsins hennar stafi vegna samviskubits hans fyrir að fara frá fjölskyldunni.

„Hann er að reyna að draga úr ábyrgð sinni. Það er erfitt en reyndu að forgangsraða sambandi sonar síns við föður sinn fram yfir reiði þína. Þú þarft að hleypa reiðinni út en ekki blanda syni þínum í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“