fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 13:56

Blær þegar hún var ólétt af syni sínum. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og rapparinn Þuríður Blær Jóhannsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Hún hefur slegið í gegn að undanförnu fyrir hlutverk sitt sem Hrefna í þáttunum Ráðherrann en margir þekkja hana einnig úr rappsveitinni Reykjavíkurdætur.

Þuríður Blær, eða Blær eins og hún er ávallt kölluð, leikur á móti Ólafi Darra og Anítu Briem í þáttunum. Ólafur Darri og Aníta eru bæði mjög reyndir leikarar og segist Blær hafa lært mikið af þeim. „Það sem ég tók mest frá þeim er hvað þau eru skemmtileg á [tökustað],“ segir hún í Einkalífinu.

Blær viðurkennir að hún hafi verið mjög stressuð áður en fyrsti þátturinn kom út, enda eitt og hálft ár liðið frá tökum og margt búið að gerast í hennar lífi. Hún missti föður sinn seint á síðasta ári og eignaðist son í júní síðastliðinn.

Blær og faðir hennar, Jóhann Vísir Gunnarsson.

Faðir Blævar var útigangsmaður mest alla ævi sína, glímdi við fíkn og geðræn vandamál. Aðspurð hvernig það hafi mótað hana sem manneskju segir Blær:

„Sko, ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig, því hann var ekki mikið á heimilinu. En þetta hefur auðvitað áhrif á mann, þó maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allir á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Ég missti hann líka á seinasta ári, þannig að ég held að þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti, en þetta gerir mig líka kvíðnari.“

Átti barn á milli bylgna

Blær eignaðist son sinn, Arnald Snæ, þann 13. júní með kærasta sínum Guðmundi Felixsyni. Hún segir að það hafi verið skrýtið að eignast barn á tímum Covid en sem betur fer hafi fæðingin einmitt átt sér stað á milli fyrstu og annarrar bylgju hér á landi.

„[Guðmundur] mátti vera með mér alla fæðinguna og á sængurdeildinni. Sem var frábært því ég var svo búin á því, ég hefði ekkert getað verið þarna ein,“ segir Blær.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu