fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Uppáhalds breytingar Arnars Gauta – Innblásturinn á bak við framkvæmdirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 4. október 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífsstílsfrömuðurinn Arnar Gauti fer yfir þrjár uppáhalds framkvæmdirnar sínar. Hann fékk innblástur frá bókasafni við hönnun á veitingastað og segir bæjarstjóra Reykjanesbæjar hrifinn.

Hönnuðurinn og tískusérfræðingurinn Arnar Gauti Sverrisson er mættur aftur á skjáinn í glænýjum lífsstílsþætti sem ber heitið Sir Arnar Gauti. Fyrsti þátturinn var sýndur í gærkvöldi á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þættirnir verða sýndir á fimmtudögum klukkan 21:30. Í þáttunum mun hann heimsækja falleg og vel hönnuð íslensk heimili og sýnir „fyrir og eftir“ breytingar.

Við heyrðum í Arnari Gauta sem sagði okkur frá uppáhalds verkefnum sínum. Hann sagði okkur frá þremur ólíkum framkvæmdum; fyrsti veitingastaður sinnar tegundar í Keflavík, verslun í hjarta Kringlunnar og stórbreyting á American Style í fyrsta sinn í mörg ár.

Verslunin fyrir breytingar.
Verslunin fyrir breytingar.

Tískufataverslunin Kroll

Arnar Gauti hefur þrifist innan tískuheimsins síðastliðin 30 ár og fylgt Kringlunni frá opnun. Hann segir að staðsetning verslunarinnar hafi ávallt heillað hann, þú sérð hana um leið og þú kemur niður rúllustigann hjá Kaffitári á móti Hagkaupum.

Verslunin eftir breytingar.

„Ragga vinkona mín keypti þessa búð sem var þarna, Kello, og hún átti Kroll á Laugaveginum. Hún fékk mig til að breyta Kello yfir í Kroll. Mér fannst æðislegt að vinna þetta verkefni því þetta er húsnæði sem ég var búinn að horfa á í mörg ár, verðmætasta staðsetningin í Kringlunni að mínu mati,“ segir Arnar Gauti.

„Mér fannst rosa gaman að fá að taka verslunina í gegn og við gerðum þetta á fimm dögum. Eins og sést á myndunum þá hentum við allri búðinni. Hún fór bara út á plan og svo kom bara sendiferðabíll.“

Verslunin eftir breytingar.

American Style Skipholti

„Þetta var óhugnanleg áskorun því American Style hefur verið í hjörtum Íslendinga í mörg ár.“ Arnar Gauti segist hafa sýnt frá breytingunum á meðan þær voru í vinnslu á Instagram og hlutu fréttirnar misjöfn viðbrögð.

American Style Skipholti fyrir breytingar.
American Style Skipholti fyrir breytingar.

Sjónvarpsmaðurinn Hjörtur Hafliða fór hamförum á Twitter í nostalgíukasti en hann stundaði staðinn grimmt þegar hann var í MK. „Vonbrigði að heyra að American Style Skipholti sé að fara í eitthvað make-over. Staðurinn er hinn fullkomni 1994 staður. Ljótar mahony innréttingar, ljótar flísar, grænir bekkir.“

Arnar Gauti lét gagnrýni ekki á sig fá. „Ég fékk strax sýnina sem er „american style“. Hönnunin er út frá gullaldartímabilinu, eins og gömul „saloon“ krá í villta vestrinu.“ Arnar Gauti segir að það standi til að breyta hinum stöðunum, það átti að gera það í ár en vegna faraldursins var því frestað.

American Style Skipholti eftir breytingar.
American Style Skipholti eftir breytingar.
American Style Skipholti eftir breytingar.

Veitingastaðurinn Library

Arnar Gauti gerði upp veitingastað við Hafnargötu í Keflavík. „ Ástæðan f yrir því að veitingastaðurinn fékk nafnið Library er að það var bókasafn þarna áður fyrr. Og það setti tóninn fyrir alla upplifunina og hönnunina. Þess vegna eru bækur þarna úti um allt og þannig skapaðist þetta andrúmsloft sem ég var að leita eftir. Þetta er hugmynd sem vaknaði með nafninu á staðnum og það skemmtilega við það er að þetta var fyrsti alvöru veitingastaðurinn á Suðurnesjum. Við hönnuðum hann á pari við það sem best væri hægt að gera í Reykjavík. Það hafði aldrei verið opnaður svona veitingastaður áður í Keflavík. Ég man að bæjarstjórinn kom í opnunarteitið og sagði við mig: Þakka þér fyrir það sem þú gerðir fyrir samfélagið,“ segir Arnar Gauti og bætir við að þessi ummæli séu í miklu uppáhaldi hjá honum.

Library fyrir breytingar.
Library fyrir breytingar.
Library fyrir breytingar.

„Ég er hvað stoltastur af þessu verkefni því þetta er alveg óhugnanlega flott hugmynd að mínu mati. Þú situr inni á Library en það er samt verið að spila GusGus. Öll pæling er svo ótrúlega skemmtileg. Þetta var samstarfsverkefni míns og Jóns Gunnars Geirdal. Ég sá um hönnunina og hann var meira að sjá um andrúmsloftið. Sá um tónlistina og útlitið og allt svoleiðis.“

Library eftir breytingar.
Library eftir breytingar.
Library eftir breytingar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta