fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Ragnheiður um vinskap sinn við Kobe Bryant: „Ég tók það svolítið nærri mér þegar hann lést“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. október 2020 15:00

Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundkonan og leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Hún fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars um vinsskap sinn og Kobe Bryant og þegar hún fékk að heyra að hún myndi aldrei fá vinnu í Hollywood því hún væri ekki tilbúin að borga með kynferðislegum greiða.

Ragnheiður er landsmönnum að góðu kunn sem Ólympíufari og afrekskona í sundi en undanfarin ár hefur hún söðlað um og gert það gott í leiklistinni. Hún útskrifaðist úr leiklistarskólanum New York Film Academy árið 2015. Hún leikur í vinsælu þáttunum Vikings en það var ekki leikur einn að næla sér í hlutverkið.

Í viðtalinu segir hún frá því hvernig það var að reyna fyrir sér sem leikkona í Los Angeles fyrir tíma Me Too.

„Ég fékk nokkrum sinnum að heyra: You will never work in this buisness again.“ Það var þegar maður stappaði niður fætinum og sagði: Nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika,“ segir hún.

„Það var ekkert verið að ýja að. Bara beint á borðið: Þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona og svona.“

Ragnheiður segir að sem betur fer hefur MeToo-hreyfingin breytt mörgu og hún segist ekki hafa fundið fyrir þessu þegar hún var að vinna í Evrópu.

Kobe Bryant

Ragnheiður keppti í tvígang á Ólympíuleikunum, árin 2004 og 2008. Hún segir frá því þegar hún kynntist Kobe Bryant, sem var á Ólympíuleikunum með bandaríska körfuboltalandsliðinu.

„Ég og Kobe urðum ágætis vinir. Þannig ég tók það svolítið nærri mér í byrjun ársins þegar hann lést. Ég hafði náttúrlega ekki talað við hann í mörg ár en hann var „larger than life“ ef það má segja það og það voru margar stundir sem rifjuðust upp fyrir mér þegar þessar fréttir komu af honum,“ segir Ragnheiður.

Horfðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“