fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

Fókus
Mánudaginn 19. október 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að stunda æsandi kynlíf með mínum fyrrverandi, bæði í gegnum netið og í eigin persónu. Við erum háð hvoru öðru og getum ekki hætt að vera saman.“

Svona hefst frásögn konu sem leitar hjálpar hjá kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. „Þrátt fyrir að ég sé kominn með yndislegan nýjan kærasta þá er ég ekki með neitt samviskubit. En hann myndi missa það ef hann vissi af þessu,“ segir konan og útskýrir síðan hvernig hún kynntist sínum fyrrverandi.

„Við byrjuðum að rugla saman reitum fyrir sex árum, í skólanum. Hann var þekktur sem „slæmi strákurinn“ og var, og er ennþá, mjög myndarlegur. Við erum bæði 22 ára gömul í dag. Hann hélt oft framhjá mér en við fluttum samt inn saman þegar við vorum 17 ára gömul. Heimilislífið hjá okkur báðum var hræðilegt svo það virtist vera góð hugmynd að flytja inn saman. Þegar ég horfi til baka sé ég að við vorum ekki tilbúin fyrir það.“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“

Konan segir að bæði hann og hennar fyrrverandi hafi átt í erfiðleikum með að halda sér í starfi og því hafi peningurinn verið af skornum skammti. Þau hafi orðið pirruð vegna þess og tekið það út á hvoru öðru með rifrildum. „Stundum urðu rifrildin líkamleg, ég var jafn slæm og hann. Það eina sem var alltaf frábært í sambandinu okkar var kynlífið. Ég er ennþá skotin í honum og hann segir að það sé engin önnur jafn góð fyrir hann og ég. En það kom þó ekki í veg fyrir að við hættum saman fyrir þremur árum.“

Þá segir konan að eftir sambandsslitin hafi samskipti þeirra orðið slæm en samt töluðu þau áfram mikið saman. „Við gerðum hvort annað pirrað með því að tala um fólkið sem við vorum að hitta. Ég er búin að reyna að loka á hann en ég get ekki staðist hann og enda alltaf á því að opna fyrir samskiptin aftur, hann gerir það sama. Við stundum reglulega kynlíf í gegnum myndavél og við vitum nákvæmlega hvað virkar fyrir okkur. Við höfum hist nokkrum sinnum líka og kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið.“

Konan er þó í vanda þar sem hún er núna að hitta annan mann en hún óttast að hún sé að setja það samband í hættu með því að vera ennþá að tala við og stunda kynlíf með sínum fyrrverandi. „Hann er 28 ára gamall, yndislegur, með frábært starf og talar um framtíðina okkar saman,“ segir konan og spyr Deidre hvers vegna hún getur ekki hætt almennilega með fyrrverandi kærastanum. Þá spyr hún hana einnig hvers vegna hún finnur ekki til sektarkenndar vegna kynlífsins með honum.

„Ekki eyða tímanum“

Deidre svarar konunni og segir að hún og þessi fyrrverandi hafi að miklu leyti alist upp saman. „Það er það sem gerði ykkur að eilífðarvinum en þið tengist líka kynferðislega svo það er skiljanlegt að það sé erfitt að loka alveg á það. En þetta samband ykkar er samt slæmt. Þið hafið verið ofbeldisfull í fortíðinni og gætuð verið þannig aftur ef þið eruð áfram saman. Hvorugt ykkar ólst upp við það að sjá ástríkt fullorðið fólk tala saman og leysa vandamálin á rólegu nótunum.“

Þá ráðleggur Deidre konunni að fara til sálfræðings til að ákveða hvort hún ætti að reyna aftur að vera með sínum fyrrverandi eða hvort hún eigi að finna viljastyrkin til að fara frá honum fyrir fullt og allt. „En ekki eyða tímanum því annars muntu missa manninn sem þú ert með núna,“ segir Deidre og minnir hana að lokum á að með framhjáhaldinu er hún í hættu á að smitast eða smita aðra af Covid-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili
Fókus
Í gær

Póstburðarmaður misnotaði hann 11 ára og hótaði að drekkja honum í Kópavogslaug

Póstburðarmaður misnotaði hann 11 ára og hótaði að drekkja honum í Kópavogslaug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hversu vel þekkir þú þessa íslensku söngtexta ?- Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessa íslensku söngtexta ?- Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það sem þú sérð ekki er ég að þræla heima að klippa eitthvað myndband á nærbuxunum“

„Það sem þú sérð ekki er ég að þræla heima að klippa eitthvað myndband á nærbuxunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stundar sjálfsfróun þrisvar á dag og hannar kynlífstæki – „Ég er ekki kynlífsfíkill“

Stundar sjálfsfróun þrisvar á dag og hannar kynlífstæki – „Ég er ekki kynlífsfíkill“