fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Fókus

Augnablikið sem aðdáendur Bachelorette eru með á heilanum eftir fyrsta þátt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. október 2020 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór fyrsti þáttur sextándu þáttaraðar af The Bachelorette í loftið. Clare Crawley leitar að ástinni og keppast þrjátíu karlmenn um hjarta hennar.

Ekki halda áfram að lesa ef þú vilt ekki vita hvað gerist í þættinum eða hvað slúðurmiðlar hafa um málið að segja.

Það var augljóst hvaða karlmaður heillaði Clare mest. Það var eins og ást við fyrstu sýn þegar Dale Moss steig út úr bifreiðinni. Sjáðu augnablikið hér að neðan.

„Mér líður eins og ég hafi verið að hitta eiginmann minn. Ég titra,“ segir Clare eftir að Dale fer inn.

Dale Moss er 32 ára fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta frá South Dakota.

Í ágúst greindi Cosmopolitan frá því að Clare Crawley hafi hætt í miðjum tökum og að fyrrverandi Bachelor-keppandinn Tayshia Adams myndi taka við keflinu sem Bachelorette. Ástæðan á að hafa verið sú að Clare Crawley væri orðin ástfangin af einum keppandanum og sá engan tilgang að halda áfram. Samkvæmt Cosmopolitan á Clare að hafa læst sig inni í herbergi og neitað að koma fram. Miðillinn greindi einnig frá því að sá heppni væri enginn annar en Dale Moss. Ekki að það komi okkur á óvart miðað við þeirra fyrstu fundi.

Framleiðendur þáttanna hafa ekkert gefið upp og fáum við að fylgjast með ferli Clare í þáttunum áður en Tayshia kemur í hennar stað.

Netverjar á Twitter

Aðdáendur þáttanna eru einnig dolfallnir yfir Dale og höfðu mikið að segja um málið á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Algengustu mistökin þegar kemur að áramótaheitum – „Það er auðvelt að breyta því“

Algengustu mistökin þegar kemur að áramótaheitum – „Það er auðvelt að breyta því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir tvífarar – næstum eins og tvíburar

Frægir tvífarar – næstum eins og tvíburar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég neita að fela andlit mitt“

„Ég neita að fela andlit mitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Azealia Banks gróf upp dauðan kött og eldaði hann – Deildi því með 700 þúsund manns

Azealia Banks gróf upp dauðan kött og eldaði hann – Deildi því með 700 þúsund manns