fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fókus

Dauðskammaðist sín þegar hún sá hvað dóttirin fór með sem „handsótthreinsi“ í skólann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. október 2020 10:28

Louise og dóttir hennar Summer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louise Hosie, frá Skotlandi, var í áfalli þegar hún sá hvað dóttir sín hafði tekið með í skólann til að nota sem handsótthreinsi. Hin fimm ára Summer hafði tekið sleipiefni móður sinnar með sér í skólann, talið það vera sótthreinsi og notað það yfir daginn.

Sleipiefnið sem um ræðir.

Louise fann sleipiefnið í úlpuvasa dóttur sinnar og spurði hana út í það. Summer svaraði sakleysislega og sagðist hafa viljað fylgja sóttvarnarreglum. Louise segir í samtali við Fabulous Digital að henni hafi þótt þetta vandræðalegt og sprenghlægilegt í senn.

Sleipiefnið er frá fyrirtækinu Ann Summers, og hefur dóttir hennar örugglega haldið að það væri fyrir hana. „Af því að hún heitir Summer og það stendur Ann Summers á flöskunni, þá hefur hún haldið að hún ætti það,“ segir Lousie.

„Ég velti því strax fyrir mér hvort kennararnir hefðu séð sleipiefnið og ég dauðskammaðist mín. En ég áttaði mig svo á því að ef þeir hefðu séð það, þá hefðu þeir örugglega tekið það af henni,“ segir hún.

„Summer sagðist hafa verið hrifin af efninu, þar sem það hitaði hendurnar hennar og var mjúkt. Hún sagðist einnig hafa sótthreinsað hendur vina sinna.“

Louise er spennt að deila sögunni með Summer þegar hún verður eldri. „Þetta verður fyndin saga þegar hún verður átján ára,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?
Fókus
Í gær

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga