fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Fókus

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 19. janúar 2020 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með hækkandi sól er ekki úr vegi að velta fyrir sér hver heitustu trend hins nýja árs muni verða. Við fengum nokkra annálaða fagurkera til að bera saman bækur sínar.

„Ég tel að heitasta trendið verði jákvæðni og kærleikur. Konur í kringum mig tala mikið um hversu harðar við getum verið við okkur sjálfar og það sé kominn tími til að breyta því. Við höldum áfram að hlúa að heimilinu því þar vill okkur líða vel, sem er ástæða þess að innanhússhönnun hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár. Heimilin verða litríkari og mýkri, sem er dásamlegt fyrir okkur Íslendinga sem búum við mikið myrkur og kalda birtu.“


Linda Jóhannsdóttir listakona.

„Fyrst og fremst verður það sjálfbær hönnun og umhverfið sem er í algjörum forgangi – endurvinnsla af bestu gerð. Því verða jarðtóna litir í húsgögnum og fatatísku áberandi á árinu, ásamt mjúkum línum og skúlptúruðum formum. Eins tel ég að hör muni birtast okkur í auknum mæli og þá í alls kyns útgáfum. Eins plíseraraðir lampar, en Le Klint, Norr 11 og New Works eru á meðal þeirra sem hafa kynnt slíka til leiks sem nýjung á árinu.“


Elva Hrund Ágústdóttir stílisti.

„Það verður minnkun í verslun á fjöldaframleiddum fatnaði og mun meiri fókus á fótspor vörunnar. Ég held að kúnninn sé orðinn svo meðvitaður um uppruna, bakgrunn, sögu og framleiðsluferli sem og endingartíma fatnaðar að það fer að hafa meira vægi en áður.“


Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður.

„Eftir að við höfum verið að færa okkur meira í átt að umhverfisvænni neyslu hvað varðar tísku og snyrtivörur á undanförnum árum mun það „trend“, ef svo má kalla, sækja gífurlega í sig veðrið. Neytendur eru mun meðvitaðri um framleiðslu og skaðleg áhrif ýmissa efna fyrir náttúruna sem og okkur sjálf ásamt því að vilja minnka úrgang. Hæg tíska eða „slow fashion“ er það sem mun standa eftir þegar upp er staðið. Flíkur úr endurunnum vefnaði eða öðrum efnivið eru að sækja í sig veðrið. Ég held að nýsköpun í tísku sé það sem mesta eftirspurnin verður. Við munum sjá t.d. jakka úr ananasberki, töskur úr sveppaleðri eða því um líkt.“


Erna Hreinsdóttir, listrænn stjórnandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nígerískur áhrifavaldur olli fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar kærustur

Nígerískur áhrifavaldur olli fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar kærustur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá eiginmanninum með yfirmanninum til að fá stöðuhækkun

Hélt framhjá eiginmanninum með yfirmanninum til að fá stöðuhækkun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Völli kafaði undir ísilagt yfirborðið á Hafravatni – Sjón er sögu ríkari

Völli kafaði undir ísilagt yfirborðið á Hafravatni – Sjón er sögu ríkari