fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fókus

Katrín Sylvía prófaði nýja snyrtimeðferð heima hjá sér

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 12:21

Snyrtifræðingurinn Katrín Sylvía Símonardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumir myndu telja mig klikkaða en hvað annað á maður að gera í samkomubanni,“ segir snyrtifræðingurinn Katrín Sylvía Símonardóttir.

Þessa dagana dvelurr Katrín Sylvía heima við,  líkt og margir aðrir Íslendingar. Snyrtistofa hennar, Heilsa og fegurð, er lokuð og fannst henni þetta fullkominn tími til að prófa snyrtimeðferð á sér sjálfri. Myndir af andliti hennar eftir meðferð hafa vakið athygli en hún hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með öllu ferlinu.

Skjáskot/Instagram

Visst sjokk fyrir líkamann

„Ég kann ekki að prjóna þannig ég geri þetta í staðinn,“ segir Katrín Sylvía í samtali við DV.

Snyrtimeðferðin kallast Philon plasma meðferð. Í stuttu máli þá minnkar meðferðin ummál húðar, sterkkir á henni og minnkar sjáanlegar línur og slappa húð. Katrín Sylvía lærði Philon plasmameðferð í fyrra og er nýfarin að bjóða upp á slíka þjónustu á stofunni.

Skjáskot/Instagram

Katrín byrjaði á því að taka svæðið í kringum augun og niður að kinnbeinum. Nokkrum dögum seinna tók hún neðri hluta andlitsins.

„Maður tekur yfirleitt ekki svona stórt svæði á svona stuttum tíma á viðskiptavin. En þetta er andlitið á mér, ég er að taka áhættuna og ég er fagmaðurinn. Ég myndi aldrei gera heilt andlit fyrir viðskiptavin, þetta er visst sjokk fyrir líkamann,“ segir hún.

Katrín Sylvía sýnir árangurinn sem meðferðin hefur skilað sér hjá viðskiptavin hennar.

Eins og sólbruni

Katrín Sylvía segir að meðferðin sé ekki sársaukafull.

„Maður fær deyfikrem fyrst og þetta er ekkert vont. Þetta lítur út fyrir að vera vont en ég er ekki að stinga í húðina sjálfa. Dagarnir eftir meðferð eru óþægilegir vegna bólgu, ekki sársaukafullir,“ segir hún

„Ég gerði þau mistök að kæla ekkert fyrsta sólarhringinn, því þetta var ekkert vont heldur leið mér bara eins og ég væri vel sólbrennd. Vegna þess að ég kældi ekkert á klukkutímafresti, allt að tíu mínútur í senn, þá fékk ég það borgað tífalt til baka. Ég vaknaði bara eins og fílamaðurinn,“ segir hún og hlær.

Skjáskot/Instagram

Opin um ferlið

Eins og fyrr segir hefur Katrín Sylvía leyft fylgjendum sínum að fylgjast með öllu ferlinu frá a til ö. Hún vistar öll myndböndin í Highlights á Instagram undir „MyPlasmaStory2“. Það eru þó tæplega þrír mánuðir þar til Katrín fær að sjá endanlegan árangur meðferðarinnar.

„Það er ekki hægt að meta meðferðina fyrr en þremur mánuðum eftir hana. Það er samt lygilegt hvað húðin mín hefur skroppið saman á nokkrum dögum. Ég á erfitt með að trúa því sjálf.“

Katrín hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum að fylgjast með öllu ferlinu.
Katrín sýndi frá meðferðinni sjálfri.

Þú getur fylgst með Katrínu Sylvíu á Instagram, @katasimon.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala
Fókus
Fyrir 1 viku

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“
Fókus
Fyrir 1 viku

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið