fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Fókus

Magnús er í sóttkví í Kalforníu – Strendur lokaðar og klósettpappír uppseldur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. mars 2020 09:00

Magnús Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Magnús Gunnarsson býr í Los Angeles í Kaliforníu. Hann hefur búið þar undanfarin ár og fór þar í tónlistarskóla. Í samtali við DV lýsir hann ástandinu í Kaliforníu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að það sé búið að loka öllum almenningsströndum og allur klósettpappír sé uppseldur.

Magnús gaf út nýtt lag og tónlistarmyndband á fimmta degi sóttkvíar í Kaliforníu. Lagið fjallar um kórónuveiruna og lífið í einangrun. Þú getur hlustað á lagið og horft á myndbandið neðst í greininni.

Staðan í Kaliforníu

„Þar sem ég á heima hafa allir skólar, ræktarstöðvar, barir, veitingahús, kvikmyndahús og fleira verið lokað í rúmlega viku,“ segir Magnús í samtali við DV.

„Fyrir helgi tilkynnti ríkisstjóri Kaliforníu að Kaliforníubúar skyldu halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til annars. En fólk má fara út til að fara í matvörubúðir, apótek, sinna nauðsynlegumstörfum og einnig mælti hann með því að fólk færi út í göngutúr eða fjallgöngur. Á mánudaginn tilkynnti ríkisstjórinn að allar strendur og garðar á vegum ríkisins yrðu lokaðir til að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar, það var gert eftir að stórir hópar hópuðu sig saman þar um helgina. Það vildi þannig til að það rigndi mikið í síðustu viku, sem gerist nú ekki oft. En á laugardaginn var aftur frábært veður og þá fóru margir á ströndina og í fjallgöngur.“

Verður að vera hægt að hafa gaman

Magnús segir að það sé mikið um að fólk sé að hamstra vörur í verslunum.

„Allur klósettpappír, handþurrkur og sótthreinsir er uppselt en mér heyrist það vera svipuð staða á Íslandi. Ég átti nokkra kassa af klósettpappír áður en þetta byrjaði þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Í verslunum hér í kring var helst dósamatur, pasta, frosinn matur, sósur, mjólk og brauð uppselt,“ segir hann.

„Ég er heppinn að vera með allt til alls þar sem ég á heima en það er sárt að vita til þess að hér eru margt fólk með lítið á milli handanna sem munu líklegast lenda í vandræðum, ég vona að það verði eitthvað hægt að hjálpa þeim sem minna mega sín. Ég reyni líka að versla við smærri fyrirtæki hérna í hverfinu frekar en stærri keðjur, en ég hef fengið sent kaffi og mat frá stöðum sem ég versla oft við heim til mín í staðinn fyrir að fara á staðinn eins og venjulega. Mér heyrist annað fólk vera duglegt að gera það líka sem er gott mál.“

Magnús segir að það sé þó hægt að hafa gaman í þessum aðstæðum.

„Á sama tíma og ástandið er alvarlegt þá verður að vera hægt að hafa smá gaman og reyna að lyfta sér aðeins upp. Það var ekki beinlínis ætlunin að búa til lag og myndband um það að vera í einangrun, en eitt leiddi að öðru og áður en ég vissi af var orðið til Kórónulag,“ segir hann.

Hlustaðu á lagið og horfðu á myndbandið hér að neðan.

Þú getur líka hlustað á lagið á Spotify og fylgst með Magnúsi á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Cardi B frumsýnir nýju ljósu lokkana

Cardi B frumsýnir nýju ljósu lokkana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lagið sem allir ættu að hlusta á í dag – „Þetta gæti verið verra“

Lagið sem allir ættu að hlusta á í dag – „Þetta gæti verið verra“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þetta finnst Viktoríu Hermanns gaman að gera með krökkunum

Þetta finnst Viktoríu Hermanns gaman að gera með krökkunum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sakamál: Hið undarlega mál Sabrinu

Sakamál: Hið undarlega mál Sabrinu