fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Fókus

Fimm skipti sem klæðaburður Guðna Th. stal senunni

Fókus
Sunnudaginn 8. september 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forláta armband sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bar á fundi við Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, stal heldur betur senunni í vikunni en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem klæðaburður forsetans hefur vakið eftirtekt.

1. Buffaður

Hver getur gleymt buffinu sem klauf þjóðina í tvennt? Nokkrum vikum eftir að Guðni settist í embætti forseta mætti hann á afhjúpun á upplýsingaskilti um gamlar minjar á Skansi í landi Bessastaða. Skiltið féll hins vegar alveg í skuggann á buffinu sem Guðni bar á höfðinu, en höfuðfatið var gjöf til styrktar Alzheimer-samtökunum. Margir slógu því föstu að þetta væri í fyrsta sinn sem forseti sæist með buff og sitt sýndist hverjum um þessa tísku.

2. Næst komu sokkar

Á alþjóðlega Downs-deginum árið 2017 skipti Guðni buffinu út fyrir mislita sokka, en það er siður að ganga í mislitum sokkum á þessum degi til að sýna samstöðu með fólki með Downs-heilkennið um heim allan. Sokkavalið varð talsvert minna umdeilt en buffið, en Guðni hefur verið þekktur fyrir að nota litrík bindi og sokka, oft fatnað sem börnin hans velja, enda mikill fjölskyldumaður.

3. Meðaljón

Dagana eftir að Guðni var kjörinn forseti Íslands sást hann iðulega hjóla með börnunum sínum í skólann og þá í alþýðlegum klæðnaði, eitthvað sem Íslendingar eru ekki vanir. Þá sást hann jafnframt meðal almúgans að sækja pítsu á Domino’s nokkrum vikum eftir að hann varð forseti, sem þótti merkilegt. Ekki þó jafn merkilegt og stóra „ananas á pítsu“-málið sem ætlaði að ganga af sumum aðdáendum Hawaiian-pítsunnar dauðum.

4. Konan á bak við manninn

Mynd í Víkurfréttum fyrir stuttu vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum en um var að ræða kveðju frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni, til forsetahjónanna þar sem þeim var þakkað fyrir opinbera heimsókn í bæinn. Myndin sýndi forsetahjónin hvort með sína svuntuna en það var áletrunin á þeim sem gerði allt vitlaust. „Fyrirmynd okkar allra“ stóð á svuntu Guðna en á svuntu Elizu Reid forsetafrúar stóð: „Konan á bak við manninn“.

5. Flottur jakki

Þá gladdi Guðni marga þegar átakið Mottumars hófst í fyrra þegar honum var afhentur jakki í rakarastofustíl, einn af fjórum sem hannaðir voru sérstaklega fyrir auglýsingu Rakarakvartetts Mottumars. Guðni auðvitað vippaði sér strax í jakkann sem og Mottumars-sokkana og kallaði það fram bros á andlitum margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 1 viku

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum
Fókus
Fyrir 1 viku

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 1 viku

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp
Fókus
Fyrir 1 viku

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“