fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Dularfull bikiníklædd kona tók á móti Pence með páfagauk: „Hún gufaði bara upp“ – UPPFÆRT

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2019 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá neinum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sé á landinu en hann lenti á Keflavíkurflugvelli núna í hádeginu.

Gríðarlega löng bílalest fylgir Mike Pence en blaðamaður taldi yfir 30 bíla í röðinni. Upptökumaður DV fylgdist með bílalestinni keyra hjá en að var þó ekki bílalestin sjálf sem náði allri athyglinni.

Kona nokkur beið eftir bílalest Pence á sama stað og upptökumaður DV. Það að konan hafi verið á sama stað væri venjulega ekki til frásögu færandi en hún stal allri athyglinni í myndbandinu.

Konan var nefnilega klædd í ekkert nema bleikt bikiní þegar bílalestin keyrði framhjá en ef það var ekki nóg þá var hún líka með lifandi grænan páfagauk meðferðis. Vakti það athygli blaðamanns að páfagaukurinn var afar stilltur á meðan bílalestin ók framhjá.

Þó nokkrar spurningar vakna við þetta uppátæki konunnar eins og af hverju hún var klædd í bikiníið og hver vegna hún var með páfagaukinn.

Upptökumaður DV ætlaði að reyna að ná tali af konunni en þegar hann leit við sá hann hana ekki neins staðar.

„Hún gufaði bara upp, ég skil ekkert í þessu.“

Ekki eru allir sammála um ágæti varaforsetans en margir hafa tekið upp á því að mótmæla komu hans og nokkrir hafa safnað undirskriftum til að styðja heimsókn hans til landsins. Kannski var bikiníkonan að mótmæla komu varaforsetans eða kannski var hún bara að fagna heimsókninni.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af bílalestinni og bikiníkonunni.

Uppfært 14:50

Vísir náði tali af konunni sem ku vera að mótmæla komu Mike Pence til landsins. Hún gagnrýnir stefnu Bandaríkjanna í innflytjandamálum og vill að aðskilnaður verði stöðvaður milli barna og foreldra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra Júlía nakin í París

Dóra Júlía nakin í París
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“