Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Dularfull bikiníklædd kona tók á móti Pence með páfagauk: „Hún gufaði bara upp“ – UPPFÆRT

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2019 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá neinum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sé á landinu en hann lenti á Keflavíkurflugvelli núna í hádeginu.

Gríðarlega löng bílalest fylgir Mike Pence en blaðamaður taldi yfir 30 bíla í röðinni. Upptökumaður DV fylgdist með bílalestinni keyra hjá en að var þó ekki bílalestin sjálf sem náði allri athyglinni.

Kona nokkur beið eftir bílalest Pence á sama stað og upptökumaður DV. Það að konan hafi verið á sama stað væri venjulega ekki til frásögu færandi en hún stal allri athyglinni í myndbandinu.

Konan var nefnilega klædd í ekkert nema bleikt bikiní þegar bílalestin keyrði framhjá en ef það var ekki nóg þá var hún líka með lifandi grænan páfagauk meðferðis. Vakti það athygli blaðamanns að páfagaukurinn var afar stilltur á meðan bílalestin ók framhjá.

Þó nokkrar spurningar vakna við þetta uppátæki konunnar eins og af hverju hún var klædd í bikiníið og hver vegna hún var með páfagaukinn.

Upptökumaður DV ætlaði að reyna að ná tali af konunni en þegar hann leit við sá hann hana ekki neins staðar.

„Hún gufaði bara upp, ég skil ekkert í þessu.“

Ekki eru allir sammála um ágæti varaforsetans en margir hafa tekið upp á því að mótmæla komu hans og nokkrir hafa safnað undirskriftum til að styðja heimsókn hans til landsins. Kannski var bikiníkonan að mótmæla komu varaforsetans eða kannski var hún bara að fagna heimsókninni.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af bílalestinni og bikiníkonunni.

Uppfært 14:50

Vísir náði tali af konunni sem ku vera að mótmæla komu Mike Pence til landsins. Hún gagnrýnir stefnu Bandaríkjanna í innflytjandamálum og vill að aðskilnaður verði stöðvaður milli barna og foreldra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birtir myndir af sér fáklæddri úr Íslandsferðinni

Birtir myndir af sér fáklæddri úr Íslandsferðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra