Mánudagur 17.febrúar 2020
Fókus

Haturssíða stofnuð í nafni dóttur Guðmundu: „Hjartað mitt er gjörsamlega í molum”

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. september 2019 11:10

Myndirnar sem Guðmunda Áróra deilir með færslunni, en þær eru skjáskot af haturssíðunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmunda Áróra Pálsdóttir og eiginmaður hennar Bjarki eru niðurbrotin og ráðalaus eftir að hafa komist að því að dóttir þeirra, sem er í grunnskóla, sé lögð í neteinelti á smáforritinu Tiktok, sem er mjög vinsælt meðal barna og unglinga.

Guðmunda Áróra opnaði sig um málið á Facebook í þeirri von um að finna út hver eða hverjir stæðu á bakvið Tiktok-aðganginum svo hægt væri að ræða við foreldra og gera eitthvað í málunum.

„Ástæðan fyrir því að ég deildi færslunni er til að opna umræðuna. Dóttir mín er bara dropi í hafinu af krökkum sem eru að lenda í þessu. Þetta er að koma upp í fyrsta skipti hjá okkur, ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er hjá fólki sem þetta er að koma upp í fjórða, fimmta, sjötta sinn,“ segir Guðmunda Áróra í samtali við DV.

Biðlar til foreldra

„Aldrei hélt ég að þetta myndi gerast en í kvöld komst ég að því að einhverjir óprúttnir aðilar eru búnir að búa til síðu á forritinu Tiktok undir nafninu „Hötum [nafn dóttur Guðmundu]!“ Hjartað mitt er gjörsamlega í molum. Ég hef alltaf brýnt fyrir mínum stúlkum að við líðum ekki einelti á þessu heimili og þær skuli aldrei taka þátt í því, og segja frá ef einhver sé að leggja einhvern annan í einelti. En núna er verið að leggja mitt barn í net einelti sem er hrikalegt þar sem ekki er hægt að rekja slóðina nema með hjálp annarra foreldra,“ skrifar Guðmunda í Facebook-færslunni og heldur áfram.

„Því bið ég alla foreldra barna, sem eru með þetta forrit, að fara vel yfir símana þeirra og passa upp á að þau séu ekki að taka þátt í svona löguðu. Og brýna fyrir þeim hversu alvarlegt svona er sama hvort það sé á netinu eða ekki, því við vitum aldrei hvað svona ungir krakkar gætu gert þegar þeir fá svona ljót skilaboð. Ef eitthvað foreldri sem ég þekki hér inni á Facebook sér þessa síðu inni hjá barninu sínu má það endilega reyna að komast að því hver bjó síðuna til þar sem ég myndi vilja fá að komast að því til að ræða saman við foreldra þeirra barna sem eru að taka þátt í svona löguðu. Við Bjarki erum niðurbrotin hér heima núna og erum algjörlega ráðalaus hvað við getum gert. Ég set hér myndir með sem voru settar inn á þessa síðu sem eru mjög svo ljótar,“ skrifar Guðmunda en á myndunum má sjá umrædda eineltissíðu þar sem búið er að setja ljót tjákn (e. emojis) við andlit dóttur hennar.

„Þetta vandamál hefur staðið lengi, eða frá 2. bekk með hléum, en núna er þetta orðið rosalega ljótt og alvarlegt. Hún segir okkur ekki frá þessu heldur erum við að heyra þetta frá öðru foreldri sem blöskraði þessi skilaboð til hennar inni á þessu forriti.“

Sama vandamál og fyrir tveimur árum

Guðmunda Áróra undirstrikar mikilvægi þess að foreldrar ræði við börnin sín um alvarleika og afleiðingar eineltis og brýni fyrir þeim að taka ekki þátt og segja frá ef þau verða vitni af slíku.

„Þetta er ekki að fara að batna. Við erum ekki að fara að loka á internetið. Þetta á bara eftir að versna,“ segir Guðmunda Áróra.

DV fjallaði um neteinelti íslenskra barna í júlí 2017 á sama smáforriti, sem hét þá Music.ly.

Í dag glímum við sem samfélag við sama vandamál og fyrir tveimur árum. Börn og unglingar eru að stofna aðganga í þeim tilgangi að leggja önnur börn í einelti. Aðgangarnir eru oftast skírðir „hötum_Nafn barns.“

Blaðamaður DV prófaði að slá „hötum“ í leitarstrenginn á Tiktok og fékk upp vægast sagt sláandi niðurstöður.

Skjáskot/TikTok

 

„Ég held að málið er að það þurfi miklu meiri fræðslu. Foreldrar þurfa að vera miklu meira vakandi. Vandamálin byrja heima fyrir. Margir kenna skólayfirvöldum um en þetta er vandamál sem byrjar heima fyrir. Skólinn getur ekki verið að fylgjast með símum hjá börnum. Þeir eiga fullt í fangi með að reyna að kenna börnunum okkar aðra hluti,“ segir Guðmunda Áróra.

„Ég trúi því ekki hvað mikið af fólki er búið að lenda í alls konar einelti. Ég er búin að fá fullt af skilaboðum eftir að ég deildi færslunni. Fólk er enn þá að vinna úr vandamálum í sambandi við einelti. Þetta er hrikalegt, ég óska engum að ganga í gegnum þetta, engum.“

DV vill benda foreldrum og forráðamönnum á vefsíðuna SAFT en þar er að finna gagnlegar upplýsingar og ráð þegar kemur að hættum á netinu og samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýja Bond-lagið afhjúpað

Nýja Bond-lagið afhjúpað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“