fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Er hægt að hópfjármagna hvað sem er?

Auður Ösp
Laugardaginn 24. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallaðar fjármögnunarsíður hafa undanfarin ár stutt við bakið á listamönnum, frumkvöðlum og aðgerðarsinnum um allan heim. En hópfjármagnanir á netinu hafa einnig teygt anga sína víðar, inn á önnur og óvenjulegri svæði. Hér má finna dæmi um nokkrar  furðulegar, umdeildar og óvenjulegar hugmyndir sem náðst hefur að safna fyrir.

Fékk mjólkurhristinginn bættan

Í maí á þessu ári var Paul Crowther, 32 ára karlmaður frá Newcase ákærður fyrir að henda mjólkurhristing   á Nigel Farage, leiðtoga Brexitflokksins. Crowther var í kjölfarið ákærður fyrir árás og skemmdarverk. Var honum gert að greiða bætur upp 350 pund, eða rúmlega 55 þúsund íslenskar krónur.

Fjölmennur stuðningshópur hélt því fram að Crowther væri í raun fórnarlambið í málinu þar sem hann hafði fórnað mjólkurhristingi sem kostaði hann rúmlega 5 evrur, sem samsvarar 800 íslenskum krónum. Í kjölfarið var hrundið á stað söfnun á vefsíðunni GofundMe undir nafninu „Hjálpum Paul Crowther að endurheimta mjólkurhristinginn sinn.“ Eins ótrúlega og það hljómar þá náðist að safna andvirði tæpa 260 þúsund íslenskra króna og er því óhætt að fullyrða að Crowther hafi fengið tjónið bætt- og vel það.

Þakklátir tölvuleikjaunnendur

Tölvuleikurinn No Man´s Sky kom út árið 2016. Leikurinn byrjaði sem flopp en höfundunum tókst síðan að uppfæra hann og bæta og í kjölfarið hefur leikurinn öðlast miklar vinsældir. Í júní síðastliðnum tóku aðdáendur leiksins sig til og söfnuðu 4.800 dollurum í gegnum vef GoFundMe svo hægt væri að birta skilaboðin „Takk fyrir“ á risastórt auglýsingaskilti sem staðsett er fyrir utan skrifstofu leikjafyrirtækisins.

Blaðaljósmyndari barinn til óbóta

 Ráðist var á blaðaljósmyndarann Andy Nqo, og hann barinn harkalega fyrir þær sakir að mynda og fjalla um mótmælafundinn Antifa í Portlandi. Antifa dregur nafn sitt af anti-fasisma og er drifið áfram af öfga mótmælendum. Í kjölfarið var sett á stofn söfnun til að fjármagna læknis -og lyfjakostnað sem Nqu varð fyrir en auk þess varð mikið tjón á tæknibúnaði hans. Á einum degi náðist að safna ríflega tvöfaldri þeirri upphæð sem lagt var fyrir í upphafi eða yfir 100.000 dollurum.

Óvenjulegt listaverk á tónlistarhátíð

Tónlistarhátíð í Englandi skartaði heldur óvenjulegu listaverki en um er að ræða feiknarstórt höfuð söngvarans Lionel Richie. Það tók fjármagnara tvær tilraunir að safna fyrir gerð skúlptúrsins en sem upphaflega var talið að myndi kosta 4,900 evrur en kostnaðurinn átti eftir að hækka heldur mikið og endaði í rúmum 8000 evrum.

Fótboltaaðdáandi ferðast um heimsálfur 

Áhugi fólks á íþróttum er engum landamærum háð og það sannaðist heldur betur þegar fótboltaaðdáandi ferðaðist til Íslands alla leið frá Bangladess en að berja eftirlætis lið sitt í fótbolta augum. Maðurinn, Mohammad Sayed Majumder er að eigin sögn einn stærsti stuðningsmaður íslenska fótboltaliðsins og þakkar af alhug söfnunarherferðar Tólfunnar sem gerði honum kleift að fjármagna ferðina en hann er væntanlegur til landsins nú í október þegar Ísland keppir gegn Frökkum.

Heilagt brauð

 Hinn svokallaði grillaði Jesus varð að veruleika þökk sé fjáröflun sem undið var af stað. Jú þið lásuð rétt, ristavél með frelsaranum var fjármögnuð svo nú geta strangheiðarlegar brauðætur gætt sér á heilögu brauði með osti og smjöri. Þau Meg Sheehan og Rob Corso hentu sér í herferðina þar sem 286 aðdáendur brauðristarinnar lögðu söfnuninni lið. Alls safnaðist 25,604 dollarar og geta áhugasamir orðið sér úti um græjuna á Amazon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“