fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Gallerý Grásteinn – Nýtt og glæsilegt gallerý við Skólavörðustíg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. ágúst 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur nokkuð borið á umræðu um erfið rekstrarskilyrði í miðbænum. Verslanir hafa flutt sig um set og veitingastöðum hefur verið lokað. En eigendur nýs gallerýs, Gallery Grásteinn við Skólavörðustíg 4, hafa mikla trú á miðbænum enda má segja að Skólavörðustígurinn sé í senn blómstrandi menningar- og túristagata.

Tíu manna hópur list- og handverkmanna stendur að baki gallerýinu. Í þessu fallega húsi eru til sölu og sýnis keramikverk, skartgripir, trévörur, ljósmyndir, grafík, ullarverk og myndlist – allt eftir meðlimi gallerísins.

Á efri hæð húsins er fallegur og bjartur sýningarsalur sem leigður verður út til sýninga af ýmsum toga. Það er listamaðurinn vinsæli Hjalti Parelius sem ríður á vaðið en ný sýning hans verður opnuð í þessum sal laugardaginn 17. ágúst og svo aftur á Menningarnótt, 24. ágúst, frá kl. 16 til 20. Sýningin mun standa til 30 ágúst en eftir það fer hún til Berlínar.

Hjalti Parelius heldur uppá 10 ára starfsafmæli með þessari opnun í Gallery Grásteini. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta í fjögur ár hér heima, en vegna anna hefur listamaðurinn ekki haft nóg af verkum til þess að halda sýningu þar sem verkin hafa selst jafn óðum.

Allir eru hjartanlega velkomnir í Galllery Grástein.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“