Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fókus

Orðabók unga fólksins – Hundraðpé, Haggarinn og skh

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðabækur hafa einfaldað líf mannsins í fleiri þúsund ár. Hvort sem þær eru notaðar til að þýða mikilvæga texta eða bara til að svindla í dönskuprófi þá hljóta allir að vera sammála um mikilvægi orðabóka. Þrátt fyrir mikið framboð á orðabókum í dag, bæði á bók og á alnetinu, þá er einn þjóðfélagshópur sem enginn virðist skilja. Unga fólkið.

Við á DV höfum tekið eftir þessu samfélagsvandamáli sem skilningsleysi á tungumáli unga fólksins er og við ákváðum að skriðtækla það af krafti. Við höfum kafað um dýpstu kima alnetsins, leitað í hverjum einasta krók og kima á samfélagsmiðlum og við teljum okkur hafa náð að leysa vandamálið.

Hér er það, ritið sem á eftir að brúa bilið sem ríkir í samskiptum mismunandi aldurshópa.

Orðabók unga fólksins

Eitthvað annað

Orðasamband sem er notað fyrir framan orð til að undirstrika merkingu þess.

Dæmi: Þetta er eitthvað annað góð pizza.

 

Eitthvað jannað

Ítrekun á orðasambandinu eitthvað annað. Með því að setja bókstafinn J fyrir framan annað er lögð enn meiri áhersla á merkingu orðsins sem kemur á eftir.

Dæmi: Ég svaf eitthvað jannað vel í nótt.

 

Hundraðpé

Stytting á 100 prósent, notað þegar eitthvað er alveg öruggt.

Dæmi: Ég er hundraðpé á því að ég hafi náð prófinu í dag.

 

Geim

Kemur úr enska orðinu „game“. Merkir að vera til í eitthvað, nenna einhverju.

Dæmi: Ertu geim í bíó í kvöld?

 

Townið

Fólk talar um townið þegar það ætlar í bæinn að djamma.

Dæmi: Við ætlum í townið um helgina.

 

Borgin

Hefur sömu merkingu og townið. Það má segja að ungt fólk skiptist í tvo flokka í dag, þá sem segja townið og þá sem segja borgin.

Dæmi: Ég ætla að kíkja í borgina í kvöld.

 

Bjössi

Annað orð yfir bjór

Dæmi: Ég væri ekkert á móti því að fá mér nokkra bjössa í kvöld.

 

Skh

Stytting á orðinu sko, ungt fólk notar þetta því það hefur ekki tíma í að segja allt orðið

Dæmi: Mamma sagði að ég mætti fara út skh.

 

gönna

Þýðir að skjótast, drífa sig eitthvert.

Dæmi: Ég er orðinn alltof seinn, ég þarf að gönna

 

Gutt

Kemur af orðinu gott, notað sem ítrekun á að eitthvað sé mjög gott. Uppruna orðsins má rekja til lagsins Chuggedda eftir Aron Can og Berg Leó.

Dæmi: Þetta er svo gutt sumar

 

Haggarinn

Annað orð yfir verslunina Hagkaup

Dæmi: Mig vantar nesti, getum við farið í haggarann?

 

Sjúkt

Lýsingarorð sem er notað yfir hluti sem eru fáránlega nettir. Getur líka verið notað yfir hluti sem eru mjög góðir. Kemur af orðinu Sick í ensku.

Dæmi: Nýju skórnir þínir eru sjúkir. 

Dæmi: Markið sem Birkir skoraði í gær var sjúkt.

 

Pottó

Stytting á orðinu pottþétt.

Dæmi: Ekki hafa neinar áhyggjur, þetta verður pottó allt í lagi.

 

Maar

Stytting á orðinu maður en í þessu tilfelli er þetta notað meira sem áhersla í lok setninga frekar en sem nafnorð.

Dæmi: Réttu mér kveikjarann maar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rikki G heyrði skrýtna lygi um sjálfan sig: „Þá var það bara búið að vera umtalað í fyrirtækinu“

Rikki G heyrði skrýtna lygi um sjálfan sig: „Þá var það bara búið að vera umtalað í fyrirtækinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“