fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Elli lenti í ljótum hrekk gengjameðlima: „Þetta er þeirra hverfi alveg eins og Vesturbærinn er mitt hverfi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Elli er að opna myndlistarsýninguna Hugarfar í dag í Norr11 við Hverfisgötu. Á sýningunni verða ný olíumálverk sem enginn hefur séð, fyrir utan eiginkonu hans, Maríu Birtu.

Við ræddum við Ella um listina, vinnustofu hans í hættulegasta hverfi Los Angeles og hjónaband hans og athafna- og leikkonunnar Maríu Birtu.

Elli Egilsson. Mynd: Eyþór Árnason

Með stúdíó í hættulegasta hverfi Los Angeles

Elli hefur verið með vinnustofu í hættulegasta hverfi Los Angeles síðastliðin ár. Vinnustofan er í Crenshaw-hverfinu í suðurhluta Los Angeles, sem hefur verið alræmt í marga áratugi fyrir glæpi og eiturlyfjasölu.

„Mér bauðst að fá vinnustofu niðri í bæ þar sem flestir myndlistarmenn eru,“ segir Elli. „Flestir fara þangað. Ég ákvað að fara í Crenshaw. Mér bauðst lítið stúdíó, þetta er ekki stór vinnustofa, en hún er fullkomin fyrir mig. Ástæðan fyrir því að ég vildi að fara þangað er einungis sú að ég ólst upp við rapptónlist og allir mínir uppáhaldsrapparar koma þaðan. Þetta er það sem ég ólst upp við að heyra og mig langaði að upplifa það með minni vinnu. Aðeins öðruvísi. Þar hefur maður upplifað allt sem maður hefur heyrt í þessum lögum. Þetta er ljótur raunveruleiki. Hann er til, því miður. Það er sorglegt að horfa upp á fólk vera að strögla á götunum, en þetta er ósköp vingjarnlegt fólk samt, það bara á erfitt,“ segir Elli.

„Það er mikið af gengjum þarna og rosalega mikið af vændiskonum, því miður. En þær eru mínar bestu vinkonur á vingjarnlegum nótum. Þetta eru áhugaverðir karakterar. Sama með gengin. Jú, jú, maður horfir á þá og dæmir strax en svo byrja þeir að tala við þig eins og hver annar maður. Þá er það mjög vingjarnlegt.“

Mynd: Eyþór Árnason

Skothvellir alla daga

„Ég hef orðið vitni að skotárás og svo heyrast skothvellir eins og það sé 4. júlí í Bandaríkjunum,“ segir Elli.

Aðspurður hvort honum sé hætt að bregða við hvellina svarar hann játandi. „Ég man fyrsta daginn minn í vinnustofunni þá stökk ég á gólfið,“ segir Elli. Sem betur fer hefur aldrei verið brotist inn í vinnustofu Ella, sem er varin með gaddavír og öryggismyndavélum.

Lenti í hrekk gengjameðlima

Elli rifjar upp leiðinlegt atvik þegar hann var að hjóla heim frá vinnustofunni.

„Það var búið að setja glæran kaðal frá ljósastaur að bekk þannig ég hjólaði beint á hann á fullri ferð. Þetta er rafmagnshjól þannig ég var á ágætis hraða. Ég skall í jörðina en var með hjálm,“ segir Elli.

„Það var eitthvert gengi sem setti þetta upp og fannst voða fyndið. En þetta voru bara 14 ára krakkar. Ég stóð upp brjálaður og ætlaði í þá, en svo fannst mér það kannski ekki sniðugt. Þannig að ég hélt áfram. Það er alls konar svona, en flestir eru mjög vingjarnlegir, en eiga einfaldlega erfitt,“ segir Elli og bætir við að hann ætli að vera áfram með vinnustofuna í Crenshaw.

„Þetta veitir mér innblástur, frekar en að fara á söfn. Því þetta er raunveruleiki. Ég er að mála draumkenndan raunveruleika. Minningar. Þetta er þeirra hverfi alveg eins og Vesturbærinn er mitt hverfi.“

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan eða hlustaðu á hann á Spotify, Podcast og öðrum hlaðvarpsrásum.

Sýningin HUGARFAR er opin frá 19. júlí til 5. ágúst í Norr11 á Hverfisgötu 18a.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“