Föstudagur 24.janúar 2020
Fókus

Íslenskir karlmenn æfir yfir misskilningi um kvenkyns 007 – „Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Lashana Lynch mun taka við einkennisnúmerinu 007 í nýjustu kvikmyndinni um James Bond, en númerið hefur í áratugaraðir verið kennt við ofurnjósnarann. Fréttaveitan Guardian greindi fyrst frá fréttunum sem leggjast misvel í fólk.

Aftur á móti hefur myndast töluverður misskilningur á meðal aðdáenda, sem margir hverjir halda því fram að til standi framvegis að halda áfram með seríuna þar sem heimsfrægi njósnari hennar hátignar er ekki lengur karlmaður, að þetta sé gert til að auka vinsældir og umtal myndabálksins sem hefur verið rúllandi í meira en hálfa öld.

Undanfarin misseri hafa komið upp umræður um að James Bond verði mögulega að kvenpersónu síðar meir, en það hefur þó einungis verið orðrómur og framleiðendur sjálfir blásið á kjaftasögurnar. Hermt er að James Bond/Daniel Craig sé sestur í helgan stein í upphafi nýju myndarinnar og sé þá kominn arftaki, en arftakinn ber heitið Nomi og fer Lynch með það hlutverk. Þetta breytir því vissulega ekki að harðir Bond-aðdáendur voru fljótir að stökkva á lyklaborðin og tjá reiði sína.

Sjá einnig: Blökkukona í fótspor Bond

Á meðal margra vefsvæða er íslenski Facebook-hópurinn Kvikmyndaáhugamenn og spara sumir ekki stóru orðin þar.

 

Þetta er brot af þeim ummælum sem stóðu upp úr:

 

„Djöfulsins fokking kjaftæði. Er ekki í lagi með fokking fólk???“

„Þannig að stelpur vilja bara sjá kvenkynsútgáfur af öllum þekktum karlkynskarakterum. Really? Metnaðarleysi.“

„Hvaða helvítis grín er þetta, bara búið að eyðileggja james bond!“

„Þarf að hræra í öllu? Verður næsta BadBoys mynd leikinn af Söndru Bullock og Camaron Diaz??“

„Á ekki þá bara að láta konu leika Sherlock Holmes?“

„Þá fer Bond til helvítis, hef ekkert á móti hvorki svörtu fólki né konum, en Bond var skrifaður sem Hvítur Breskur karl á miðjum aldri“

„Er Dagur B. Eggerts að leikstýra myndinni?“

„Framleiðendur munu sjá eftir þessu það er ég nokkuð viss um. Svona kvenkyns remake floppa alltaf“

 

Sumir lásu þó fréttina almennilega og vita hver staðan er.

„Guð minn góður, ætla allir að ganga af göflunum án þess að lesa greinina?“

„Þetta er virkilega athyglisverð stefna. Framleiðendur vita að þeir fá heilmikla umfjöllun út á þetta því ákveðinn hópur fólk gjörsamlega missir sig á netinu yfir þessu. Minnir svolítið á það þegar kristnir fordæmdu hinar og þessar myndir, sem hafði alls ekki slæm áhrif á aðsóknina.“

„Hún er ekki að leika James Bond. Hún er að leika 007“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband