fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Ísdrottningin Camilla hélt afmælisveislu fyrir Steina

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2019 09:00

Frændsystkinin Þorsteinn og Camilla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Þorsteinsson vörustjóri Nokia hjá Origo fagnaði nýlega fimmtugsafmæli og fór af því tilefni í afmælisferð til Svíþjóðar og hélt uppá stóra daginn úti.

„Ferðin var meðal annars farin út af fimmtugsafmæli mínu og líka út af þrítugsafmæli frænku okkar. Við eigum stóra fjölskyldu í Svíþjóð sem við erum í mjög góðu sambandi við og förum reglulega út,“ segir Steini. „Við fórum út um allt og heimsóttum vini og ættingja, sem við eigum um alla Svíþjóð.“

Ein af frænkum Steina í sænska ættboganum er Camilla Läckberg rithöfundur sem vakið hefur heimsathygli fyrir glæpasögur sínar, meðal annars hér á landi, þar sem er hún er mjög vinsæl.

„Camilla og pabbi eru bræðrabörn,“ segir Þorsteinn, en faðir hans er hálfur Svíi og bjó í tíu ár í Svíþjóð, en flutti aftur heim í fyrra. Camilla hélt afmælisveislu fyrir íslenska frændann, sem sló svo sannarlega í gegn hjá afmælisbarninu og öðrum gestum.

Camilla er ótvíræð drottning glæpasagnanna og hefur verið kölluð „hin sænska Agatha Christie“. Fyrsta bók hennar hér á landi, Ísprinsessan, kom út árið 2006 og hafa alls 14 bækur hennar verið gefnar út hér, sú nýjasta núna í ár, Gullbúrið.

„Þetta er bara einn dagur enn,“ svarar Steini aðspurður um hvernig var að ná fimmtugsaldrinum, „en gríðarlegur þroski sem er tekinn út á þessum degi. Ferðin var skemmtileg reisa og mikið af ættingjum úti þannig að ég fékk eiginlega þrjár veislur út úr ferðinni.“

Aðspurður hvort hann ætli að skella í stórafmælisveislu hér heima, svarar Steini: „Nei ég held bara ekki, þetta er eiginlega orðið nóg. Nú býður maður bara eftir sextugu, held kannski veislu þá.“

„Bara halda áfram að vinna og lifa lífinu,“ segir Steini spurður um hvernig hann ætli að verja seinni helmingi ævinnar.

Bærinn Fjällbacka á vesturströnd Svíþjóðar, sem er sögusvið bóka Camillu.
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“
Fókus
Í gær

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“