fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fókus

Þessi komust áfram í topp 20 í Instagram Íslands: „Fátt meira sexí en sveitamenn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttan Miðlar eru farin af stað með nýja þætti á IGTV sem kallast Instagram Íslands. Dómarar þáttarins eru Sunneva Einarsdóttir, Nökkvi Fjalar og Guðrún Veiga. Þau leita að næstu Instagram stjörnu landsins og eru áheyrnaprufur nýbyrjaðar. Í fyrsta þættinum fara þau yfir átta keppendur og komust fimm áfram.

Fyrsta manneskjan sem dómarar skoðuðu var Berglind Saga. Hún er 26 ára, hefur mikinn áhuga á að taka myndir og ferðast.

Dómararnir voru hrifnir af Berglindi og sagði Guðrún Veiga hana vera glæsikvendi. Hún var hins vegar ekki hrifin af því sem Berglind skrifar undir myndirnar.

„Flottar myndir og glæsileg kona, en það sem hún skrifar undir myndirnar,“ segir Guðrún Veiga, en hún á við svokölluð „quotes“ sem Berglind notar.

En dómararnir vilja sjá meira af Berglindi og er hún komin áfram í topp 20.

Næsti keppandi var Guðlaug sem segir fjölskylduna það mikilvægasta í lífi sínu.

 

View this post on Instagram

 

When things go wrong, don’t go with them

A post shared by Guðlaug Jana Sigurðardóttir (@gudlaugjanas) on


„Hún er ekki alveg með Instagram tæknina eins mikið og hún elskar fjölskylduna sína,“ segir Nökkvi um Guðlaugu.

„Það þarf einhverja vinnu í þetta áður en hún tekur þátt í þessari keppni,“ segir Sunneva.

Guðlaug komst ekki áfram.

Þriðji keppandi er rapparinn þekktur sem Kíló.

 

View this post on Instagram

 

Photo by @thorbjorneinar #producer #coldasballs #music #emcee #outdoors #iceland #arcade #rappers

A post shared by KILO (@kilokefcity) on


„Ég held hann sé alveg spaugilegur karakter,“ sagði Guðrún Veiga um Kíló. „Ég held hann gæti alveg hresst svolítið upp á.“

Sunneva og Nökkvi voru sammála Guðrúnu Veigu og komst Kíló áfram í topp 20.

Fjórði keppandinn er ekki mennskur heldur hundur. Púki er sýningahundur og var valinn top pug á Íslandi árið 2017.

 

View this post on Instagram

 

I peed on it… it’s mine now ?

A post shared by Púki the pug (@pukipugstar) on


Dómararnir voru ekki lengi að ákveða að Púki kæmist áfram í topp  20.

Ágústa Sif var fimmti keppandi Instagram Íslands. Hún er 27 ára förðunarfræðingur og nemi í Söngskóla Reykjavíkur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ?????? ??? ?????? ?????? (@itsagustasif) on


Dómararnir voru mjög hrifnir af förðunarhæfileikum Ágústu og komst hún áfram í topp 20.

Sjötti keppandinn var Aldís Ósk úr Hafnarfirðinum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Aldís Ósk (@aldisoskd) on


„Þetta er náttúrlega bara grill sko,“ sagði Nökkvi. Aldís komst ekki áfram.

Birgir Valur var sjöundi keppandi Instagram Íslands.

 

View this post on Instagram

 

Árshátíð Flugskóla Íslands

A post shared by Birgir Valur (@birgirvalur) on


Dómararnir voru mjög hrifnir af útliti Birgis. „Þetta er flugmyndarlegur maður,“ segir Nökkvi. Sunneva tekur undir með honum.

„Hann er í drullu fínu standi,“ segir Guðrún Veiga

„Fátt meira sexí en sveitamenn,“ segir Nökkvi.

Birgir Valur komst áfram í topp 20.

Að lokum var keppandinn Kristbjörg sem hefur áhuga á förðun og söng.

 

View this post on Instagram

 

?? #Monday#makeup

A post shared by Krissa Víðis (@krissav96) on


Þó Guðrún Veiga hafi verið hrifin af því að Kristbjörg vinnur í vínbúðinni komst hún því miður ekki áfram.

Horfðu á allan þáttinn hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Áttan Miðlar (@attanmidlar) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“