Sunnudagur 08.desember 2019
Fókus

Þetta er það sem Jón sagði við Manuelu rétt áður en myndavélarnar byrjuðu að rúlla

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2019 13:00

Manuela og Jón í Allir geta dansað. Mynd: Skjáskot visir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og dansarinn Jón Eyþór Gottskálksson slógu í gegn í þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld. Heilluðu þau dómara og áhorfendur upp úr skónum og eru í toppbaráttunni eftir fyrsta þáttinn.

Manuela og Jón í dansgallanum. Mynd: Úr einkasafni

Manuela og Jón hafa látið vel að hvort öðru síðan að æfingar fyrir þættina hófust og hafa verið uppi sögusagnir að þau séu orðin par. Þau eru allavega orðnir mjög nánir vinir eins og sást í þættinum á föstudagskvöld. Manuela hefur sjálf sagt að hún sé stressbolti og að þátttaka í þættinum taki á taugarnar en hún varpaði fram spurningu í „story“ á Instagram eftir fyrsta þáttinn. Spurði hún fylgjendur sína hvað þeir héldu að hefði verið það síðasta sem Jón hefði sagt við hana áður en þau stigu á sviðið fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu.

Svör fylgjenda létu ekki á sér standa og voru mörg svörin ansi skrautleg.

„Viltu giftast mér?“ skrifaði einn á meðan annar skrifaði: „Ég er skotinn í þér.“ Enn annar skrifaði „Djöfull ertu heit“ og svo var einhver sem skrifaði þetta: „Ekki „falla“ fyrir mér.“

Það er því ljóst að fylgjendur Manuelu telja líklegt að hún og Jón hafi fundið ástina í örmum hvors annars. Enginn gat hins vegar giskað á það sem Jón sagði við Manuelu áður en þau sýndu dansinn sinn, en það var:

„Hey Hannah Brown! Þú ert algjörlega með þetta! Ert langflottust.“

Er þetta vísan í Bachelorette-stjörnuna Hönnuh Brown sem bar nýverið sigur úr býtum í bandarísku útgáfunni af Allir geta dansað, Dancing With the Stars.

„Af því ég er búin að tala endalaust um hvað Hannah Brown var mikil NEGLA og að ég vilji vera eins og hún,“ skrifar Manuela á „story“. Þar sem hún og Jón eru sem fyrr segir í baráttunni um toppsætið gæti vel farið svo að Manuela yrði hin íslenska Hannah Brown þegar að þáttaröðinni lýkur.

Dansinn má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýja stjúpmamma Sólrúnar Diego yngri en hún

Nýja stjúpmamma Sólrúnar Diego yngri en hún
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viktor fór með hálfa brennivínsflösku inn á Vog: „Þetta var allt eða ekkert“

Viktor fór með hálfa brennivínsflösku inn á Vog: „Þetta var allt eða ekkert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík

Árni bjó á götunni árið 2016: Nú hefur hann opnað sinn eigin veitingastað í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Namibískur áhrifavaldur spyr hvort Jóhannes sé á lausu

Namibískur áhrifavaldur spyr hvort Jóhannes sé á lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?