fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Fókus

Hildur segir frá því þegar hún fór til Tjernobyl: „Þetta var eins og að fara í fjársjóðaleit“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2019 11:00

Hildur Guðnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Guðnadóttir og tónlist hennar úr kvikmyndinni Joker og sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl hefur farið sigurför um heiminn. Hildur hlaut Emmy verðlaun fyrir tónlist sína í Chernobyl og er hún sögð vera líkleg til að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Í viðtali við The Guardian lýsir Hildur því hvernig hún samdi tónlistina fyrir Jókerinn og Chernobyl. Þó hún hafi samið bæði tónverkin yfir sama tímabil, gætu þau ekki verið ólíkari.

Jókerinn

Hildur segir að kvikmyndahandrit Jókersins hafði mikil áhrif á hana og upplifði hún sterkar tilfinningar í garð Arthurs.

Leikstjóri Jókersins, Todd Phillips, bað Hildi um að byrja að semja tónlistina aðeins út frá handritinu. Hún lýsir því hvernig hún sat með sellóinu sínu í smá tíma þar til hún fann loksins rétta nótu fyrir Arthur. Hildur fékk sitt fyrsta selló þegar hún var aðeins fimm ára, og seldi móðir hennar bílinn sinn til að kaupa það.

„Það var nánast eins og hún hafi kýlt mig í bringuna. Síðan þessi líkamlegu viðbrögð, hreyfingin sem átti sér stað, því ég hafði fundið röddina hans, fundið hvað hann vildi segja,“ segir hún.

Phillips notaði tónlist Hildar til að endurskrifa kvikmyndahandritið og var tónlistin notuð við tökur á myndinni, eins og í atriðinu sem má sjá hér að neðan.

Chernobyl

Rétt áður en þáttaröðin var tekin upp í ágúst 2018 fór Hildur til Tjernobyl til að taka upp hljóðin í kjarnorkuverinu sem hún notaði síðan í tónverkið fyrir þættina. Hún vildi að geislunarorkan myndi hafa eigin rödd.

„Ég vildi skilja hvað var að fara í gegnum huga fólks þegar það var að reyna að komast í gegnum þessi hörmung,“ segir hún. „Ég vissi ekki hvernig geislunarorkan myndi hljóma. Þetta var eins og að fara í fjársóðaleit. Þú ferð þangað með opin eyru og bara hlustar.“

Hlustaðu á tónverkið Bridge of Death úr Chernobyl hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásgeir Kolbeins sér eftir að hafa leyft karlmanni að reyna við sig

Ásgeir Kolbeins sér eftir að hafa leyft karlmanni að reyna við sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðný gefur Íslendingum ráð: „Þið eruð því miður á leiðinni þangað að öllum líkindum“

Guðný gefur Íslendingum ráð: „Þið eruð því miður á leiðinni þangað að öllum líkindum“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „2020, árið sem allt fór í fokk“

Vikan á Instagram: „2020, árið sem allt fór í fokk“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hollywood í klóm veirunnar – „Sjáumst næsta vor“

Hollywood í klóm veirunnar – „Sjáumst næsta vor“