fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Patrekur fyllir í varirnar fyrir fríið – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki feiminn að tala um þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir. Hann fékk fyrstu varafyllingarnar daginn eftir átján ára afmælið sitt og hefur síðan þá látið reglulega fylla í varir sínar.

Patrekur lét fylla í varir sínar í gær og deildi fyrir og eftir myndum í Instagram Story. Fókus spurði hann út í ferlið.

„Ég fékk mér síðast fyllingar í apríl síðastliðnum og var núna bara að fara til að fá svona „top up“ til að viðhalda þeim,“ segir Patrekur.

Hann segir að þetta hafi alls ekki verið það vont, heldur smá óþægilegt.

Fyrir og eftir.

Sjá einnig: Patrekur Jaime lifir á tekjum frá samfélagsmiðlum: „Ég þarf alveg að geta lifað lúxuslífinu“

„Ég var bara að fá mér því ég er að fara til Chile í smá tíma og ef ég hefði ekki fengið mér hefði allt farið úr mér og ég vildi það ekki,“ segir Patrekur.

„Ég er að fara að heimsækja pabba og hitta alla föðurfjölskyldu mína í Chile,“ segir Patrekur og kveðst vera mjög spenntur.

https://www.instagram.com/p/B3RzBtNgFi9/

Áhugasamir fylgjendur

Patrekur segist fá mikið af spurningum út í varafyllingarnar á Instagram og að fólk sé mjög áhugasamt um þetta.

Aðspurður hvort honum finnist varafyllingar vera vinsælar á Íslandi í dag svarar hann játandi. „En mér finnst fólk ekkert vera eitthvað að tala um það,“ segir hann.

Sjá einnig: Varafyllingar tröllríða landanum – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Þó Patrekur sé mjög opinn með það að fá sér varafyllingar þá hefur hann ekki ætíð verið það.

„Fyrst var ég ekki opinn með þetta og ég sagðist ekki hafa fengið mér í smá tíma. En ég veit ekki alveg af hverju ég byrjaði að opna mig um þetta. Held það hafi bara verið því ég var að fá svo margar spurningar þannig ég byrjaði bara að svara þeim og deila minni reynslu eins og hvert ég fer í varir og svona,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“