Fimmtudagur 12.desember 2019
Fókus

Gunnar Smári: „Fyrir 24 árum var ég vonlaus 34 ára gamall maður, bugaður af lífinu“

Fókus
Mánudaginn 4. nóvember 2019 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, fagnaði því í gær að þá voru liðin 24 ár síðan hann hætti að drekka áfengi.

„Á föstudagsmorgni fyrir réttum 24 árum fór ég á Vog eftir að hafa gefist upp á drykkju kvöldið áður, rétt um miðnættið. Síðan hef ég hvorki drukkið né dópað. Það er eitthvað. Fyrir 24 árum var ég vonlaus 34 ára gamall maður, bugaður af lífinu. Í dag er ég 58 ára, fullur vonar og baráttuanda. Ég get því sagt eins og Nóbelskáldið; but I was so much older then, I’m younger than that now.“

Hamingjuóskum hefur rignt yfir Gunnar Smára. Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður og bróðir Gunnars Smára, segir til dæmis: „ Gott hjá þér bróðir. Ég man þennan 34 ára. Glataður gæi.“

Gunnar Smári ræddi alkóhólismann í einlægu viðtali í DV vorið 2018. Hér má lesa þann hluta viðtalsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smiðsþokki menningarvitans

Smiðsþokki menningarvitans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“