fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Salvatore Torrini látinn

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvatore Torrini, faðir söngkonunnar Emilíönu Torrini, er látinn. Hann lést á heimili sínu síðastliðinn mánudag samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu í dag.

Veitingahúsafjölskylda

Salvatore var frá Napólí í Ítalíu, fæddur 9. júní árið 1946. „Ég kom hingað til lands út af konu eins og svo margir útlendingar,“ sagði Salvatore í viðtali við Fréttablaðið árið 2002. Hann kom til landsins fyrir tæplega 50 árum.

Salvatore rak vinsæla veitingastaðinn Ítalíu í Reykjavík.

Emilíana lýsti föðurfjölskyldu sinni sem „veitingahúsafjölskyldu“ í viðtali við Morgunblaðið árið 1996.

„Þetta er veitingahúsafjölskylda, ekta ítölsk fjölskylda frá Napólí. Afi var með veitingahús. Tveir bræður pabba áttu veitingastaði í Þýskalandi og mamma og pabbi fóru þangað til að prófa það þegar ég var 10 ára. Við vorum því í tvö ár í ítalskri fjölskyldu í Frankfurt,“ sagði hún.

Fóru til Ítalíu til að skíra hana

Emilíana sagði frá því í viðtali við Vísi árið 2013 að faðir hennar hafi þurft að breyta nafninu sínu þegar hann flutti til Íslands, en á þeim tíma þurftu allir íslenskir ríkisborgarar að heita íslenskum nöfnum.

„Hann er ítalskur og nafninu hans var breytt úr Salvadori Torrini í Davíð Eiríksson. Mamma og pabbi fóru svo til Ítalíu að gefa mér mitt nafn. Þau vildu að ég héti Emilíana í höfuðið á báðum ömmunum mínum, sú íslenska heitir Emilía og sú ítalska Anna. Það var eitthvert vesen með að fá það nafn í gegn hér. Torrini var svo skráð millinafn hjá mér og ég varð Davíðsdóttir. Það var mjög ruglandi fyrir mig þegar ég fékk minn fyrsta passa – Davíðsdóttir,“ sagði Emilíana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“