fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Beraði bossann á 45 fjallstindum: „Fyrst ég asnaðist til að pósta þessu þá gat ég ekki hætt”

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Eyþór Gottskálksson skaust hratt upp á stjörnuhimininn með þátttöku sinni í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað á síðasta ári. Nú stígur hann aftur á svið og segir þetta skemmtilegasta verkefni sem hann hefur tekið þátt í. Af nægu er að taka þegar dansferill Jóns Eyþórs er rifjaður upp en hann byrjaði í samkvæmisdönsum tíu ára.

„Ég hef verið viðloðandi dansheiminn núna í tuttugu ár og náð góðum árangri sem keppnisdansari á mínum ferli en ég er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í samkvæmisdönsum. Ég hef jafnframt keppt fyrir Íslands hönd bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Eftir að dansferlinum lauk flutti ég til Connecticut í Bandaríkjunum til að kenna dans í stúdíói í eitt og hálft ár. Ég var dansarinn hans Páls Óskars í fjórtán ár, svo það eru nánast allar líkur á því að þú hafir séð mig í glimmerpallíettugalla uppi á sviði eða á Gay pride-vagninum með honum. Ég hef unnið með gríðarlegum fjölda af tónlistarfólki á Íslandi í áraraðir og var því mjög spenntur að taka þátt í fyrstu seríunni af Allir geta dansað. Það var eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í,“ segir Jón, sem hikaði ekki þegar hann fékk símtalið um þátttöku í nýrri seríu af dansþáttunum.

„Þegar ég fékk símtalið um að það yrði önnur sería og ég í beinu framhaldi spurður hvort ég vildi taka þátt var ég strax mjög spenntur og auðvitað klár í slaginn. Í kjölfarið vorum við dansararnir boðaðir á fund og þar tilkynnt með hverjum við yrðum í þættinum. Þetta var í byrjun ágúst og þegar mér var tilkynnt að Manuela yrði dansdaman mín var ég vitanlega mjög spenntur. Hún er kraftmikil og áberandi kona, sem ég vissi að gæti í það minnsta gengið á hælum, því ekki vann hún Ungfrú Ísland í sandölum.“

Hún verður hvorki mér né sjálfri sér til skammar

Sjálfur þekkti Jón Eyþór Manuelu ekki áður en æfingar hófust og vissi að eigin sögn lítið um hana annað en það að hún hefði verið fegurðardrottning einhvern tímann og væri í dag samfélagsmiðlastjarna.

„Mamma er búin að þekkja hana síðan hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Mæður okkar þekkjast síðan í barnaskóla en á þessum tíma átti mamma fata -og skartgripabúðina Flex á Laugaveginum og Manuela fékk bæði kjól og skart frá henni til að taka með sér í Miss Universe-keppnina hérna um árið.“

Spurður hvernig æfingar gangi segist Jón Eyþór hafa mikla trú á að samstarfið verði farsælt.

„Við náðum strax mjög vel saman. Í upphafi ferlisins var hún á fullu að undirbúa Miss Universe Iceland-keppnina svo eðlilega fór mikill tími í það. Í beinu framhaldi hélt hún til Bandaríkjanna og var þar í tæpan mánuð að sinna keppninni. Ég byrjaði svo kennsluna nú nýverið þar sem ég fór yfir grunnatriðin í öllum dönsum til að undirbúa hana sem best fyrir þáttinn. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn kom mér afskaplega á óvart hvað hún er tilbúin að leggja mikið á sig og hefur mikinn metnað fyrir þessu verkefni. Hún er að leggja sig alla fram í þetta. Ég hef mikla trú á henni og miðað við þetta litla sem við erum búin að gera, þá eiginlega leyfi ég mér að fullvissa þjóðina um það að hún verður hvorki mér né sjálfri sér til skammar.“

Beraði bossann í einhverju gríni

Fyrr í sumar ákvað Jón Eyþór að koma sér í besta form lífs síns. Fyrsta áskorunin var fjallganga.

„Mig langaði að koma mér í form úti í náttúrunni. Ég hafði ekki stundað neina útivist að ráði en aðeins verið að „dangla“ mér í ræktinni. Þetta var svo gaman og frískandi að ég ákvað að setja mér markmið. Ég ræðst auðvitað ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og úr því varð til átakið „45 botnar á toppa á 90 dögum“. Ég beraði á mér bossann í einhverju djóki því að ég hafði gert það með frænda fyrr á árinu á toppi austurrísku Alpanna þegar við vorum staddir þar í skíðaferð. Eftir það varð ekki aftur snúið. Það var helvíti strembið að fara í fjallgöngu annan hvern dag í þrjá mánuði en fyrst ég asnaðist til að pósta þessu þá gat ég ekki hætt í miðju átaki. Það kom tími í miðju átakinu þar sem mig langaði að gefast upp, en ég var mjög feginn að klára þetta. Það var heilmikill fjöldi fólks sem var mjög hrifið af þessu og það var sífellt verið að spyrja mig þegar ég rakst á vini og kunningja hvenær næsta bossamynd kæmi. Ég tók svo reyndar eftir því að það fækkaði eitthvað fylgjendum í kjölfarið. En mér var nú eiginlega alveg sama um það því ég var að gera þetta fyrir sjálfan mig, ekki fylgjendur.

Yfirmaður samfélagsmiðla, nýja dansdaman mín hún Manuela, var sko ekki par sátt við þetta hjá mér svo ég hætti að pósta þessu annan hvern dag til að halda drottningunni góðri,“ segir Jón Eyþór og viðurkennir að hálfgerð sprenging hafi orðið á samfélagsmiðli hans eftir að í ljós kom við hvern hann dansaði. „Já, þegar Manuela tilkynnti að hún væri að taka þátt í þáttunum og að ég væri danspartnerinn hennar þá kom smá sprengja í fjölgun fylgjenda, því hún er með fleiri þúsundir fylgjenda.“

Ástríðufullur tangó

Þegar talið berst að eftirlætisdansi vefst svarið aðeins fyrir Jóni Eyþóri.

„Ég keppti sjálfur í tíu dönsum á mínum ferli, sem eru fimm latín-dansar og fimm ballroom-dansar. Það er erfitt fyrir mig að gera upp á milli þeirra, en ef ég þyrfti að velja einhvern dans sem er skemmtilegastur þá finnst mér mjög gaman að dansa tangó. Tangó er svo kraftmikill dans og þegar ég dansa hann brjótast út miklar tilfinningar. Nú fyrst er undirbúningurinn kominn á fullt en í byrjun nóvember fáum við að vita hvaða dans er fyrstur hjá okkur. Vonandi verður fyrsti dansinn okkar einhver kraftmikill dans sem leggur línurnar fyrir komandi þætti. Ég lofaði Manuelu strax í upphafi að hún væri í góðum höndum og ég myndi ekki gera neitt sem léti hana líta illa út. Eftir að hafa áunnið mér traust hennar hefur allt gengið eins og í sögu en það er nú samt þannig með svona verkefni að maður kemst ekki upp með neitt hálfkák. Þá er eins gott að ná vel saman og hafa gaman af þessu. Það skilar sér svo út í dansinn. Við munum vonandi vinna saman fram að seinasta þætti ef þjóðin leyfir.“

Komin í gírinn Manuela og Jón í dansgöllunum. Mynd: Úr einkasafni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.
Fókus
Í gær

Gunnar kemur upp um sprenghlægileg mistök í Eurovision-myndinni

Gunnar kemur upp um sprenghlægileg mistök í Eurovision-myndinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta myndband bólulæknisins er rosalegt – Óvæntur endir

Nýjasta myndband bólulæknisins er rosalegt – Óvæntur endir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppendur Tinder laugarinnar gera upp þættina – Fékk viðurnefnið „hundagellan“

Keppendur Tinder laugarinnar gera upp þættina – Fékk viðurnefnið „hundagellan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vigfús Bjarni: Þeim fjölskyldum gengur langbest sem ekki stunda hugsanalestur

Vigfús Bjarni: Þeim fjölskyldum gengur langbest sem ekki stunda hugsanalestur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona brást íslenska þjóðin við smitunum – „Varstu í alvöru að gera grín um kórónuveiruna?“

Svona brást íslenska þjóðin við smitunum – „Varstu í alvöru að gera grín um kórónuveiruna?“