fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Andri Snær ræðir loftslagsmál og bráðnun jökla á BBC

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. október 2019 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarforkólfur, gekk ásamt fréttamanni BBC upp á það sem áður var jökullinn Ok.

Ok missti sinn sess sem jökull árið 2014 en þá hafði hann bráðnað nánast að fullu og taldist því ekki lengur vera einn af jöklum Íslands. Í ágúst á þessu ári var haldin  minningarathöfn fyrir jökulinn og var þá afhjúpaður minnisvarði. Á minnisvarðanum er texti eftir Andra Snæ en hann má lesa hér fyrir neðan

„Ok er fyrsti nafnkunni jökullinn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins fari sömu leið. Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“

Neðst á minnisvarðanum er svo að finna magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu núna, 415 milljónarhlutar  (ppm), en magnið hefur ekki verið meira á jörðinni í yfir þrjár milljónir ára.

BBC birti í dag myndband þar sem þáttastjórnandinn Cat Moh gengur með Andra að minnisvarðanum og þau spjalla saman um örlög jökulsins.

Andri Snær hefur lengi verið þekktur fyrir baráttu sína fyrir hönd náttúrunnar en nýútkomin bók hans, Um tímann og vatnið,  fjallar um breytingar sem munu snerta allt líf á jörðinni.

„Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkjum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla