Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Fókus

Andri Snær ræðir loftslagsmál og bráðnun jökla á BBC

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. október 2019 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarforkólfur, gekk ásamt fréttamanni BBC upp á það sem áður var jökullinn Ok.

Ok missti sinn sess sem jökull árið 2014 en þá hafði hann bráðnað nánast að fullu og taldist því ekki lengur vera einn af jöklum Íslands. Í ágúst á þessu ári var haldin  minningarathöfn fyrir jökulinn og var þá afhjúpaður minnisvarði. Á minnisvarðanum er texti eftir Andra Snæ en hann má lesa hér fyrir neðan

„Ok er fyrsti nafnkunni jökullinn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins fari sömu leið. Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“

Neðst á minnisvarðanum er svo að finna magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu núna, 415 milljónarhlutar  (ppm), en magnið hefur ekki verið meira á jörðinni í yfir þrjár milljónir ára.

BBC birti í dag myndband þar sem þáttastjórnandinn Cat Moh gengur með Andra að minnisvarðanum og þau spjalla saman um örlög jökulsins.

Andri Snær hefur lengi verið þekktur fyrir baráttu sína fyrir hönd náttúrunnar en nýútkomin bók hans, Um tímann og vatnið,  fjallar um breytingar sem munu snerta allt líf á jörðinni.

„Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkjum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Það fauk í Magnús Ver þegar lögreglan stöðvaði hann: „Ég spurði hvern andskotann þeir væru að stoppa mig“

Það fauk í Magnús Ver þegar lögreglan stöðvaði hann: „Ég spurði hvern andskotann þeir væru að stoppa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hekla gerir upp hörmungina í Hörpu: „Nú er ár liðið frá þessum mannlega harmleik“

Hekla gerir upp hörmungina í Hörpu: „Nú er ár liðið frá þessum mannlega harmleik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leigubílasaga Jóns Gnarr: „Þetta er líklega mest kreisí hlutur sem ég hef upplifað á ævinni“ – Sjáðu myndbandið

Leigubílasaga Jóns Gnarr: „Þetta er líklega mest kreisí hlutur sem ég hef upplifað á ævinni“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagði nei við Mömmu klikk

Sagði nei við Mömmu klikk
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ráðherra segir Dóra vera biðja um að vera skallaður – Segist svæfa börnin á tveimur mínútum

Ráðherra segir Dóra vera biðja um að vera skallaður – Segist svæfa börnin á tveimur mínútum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Herdís Þóra: Þarna hefði 2 mánaða gamla dóttir mín getað dáið – „Ég hef sjaldan orðið jafn reið“

Herdís Þóra: Þarna hefði 2 mánaða gamla dóttir mín getað dáið – „Ég hef sjaldan orðið jafn reið“