fbpx
Mánudagur 09.september 2024
Fókus

Þessar 3 símatilkynningar gera okkur grútpirruð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar værum við án snjallsímans? Margir stóla á símann sinn fyrir hvað sem er, en samkvæmt nýlegri rannsókn, þá gerir siminn okkur gramt í geði. 

Samkvæmt The Telegraph þá veldur um þriðjungur símatilkynninga því að við verðum kvíðin, uppsökk eða reið. Þær þrjár sem valda okkur mestum ama eru tilkynningar sem varða vinnuna, uppfærslur á símanum og tillkynningar um hvaða þráðlaust net (Wi-Fi) er í boði.

Rannsókn háskólans í Nottingham Trent leiddi í ljós að almennt gerir síminn okkur óhamingjusöm. „Það er ljóst að tilkynningar á samfélagsmiðlum kæta fólk, en þegar fólk fær mikið af vinnutengdum tilkynningum og tilkynningum sem eru ekki frá einstaklingum, þá á hið gagnstæða sér stað,“ segir Dr. Eiman Kanjo, einn höfunda rannsóknarinnar.

Þátttakendur fengu urmul af tilkynningum á meðan á rannsókninni stóð. 50 þátttakendur urðu að hlaða niður viðbót sem fylgdist með öllum tilkynningum sem þeir fengu. Á fimm vikna tímabili, fengu þátttakendur yfir hálfa milljón tilkynninga, og þurftu að skrifa viðbrögð sín við þeim niður á blað þrisvar sinnum á dag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi