fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Einar gefur út Myndir – „Ég á Skítamóral allt að þakka, án þeirra veit ég ekki hvernig líf mitt hefði þróast“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 8. febrúar kemur hljómplatan Myndir út, en þar er um að ræða upptökur af vinsælustu lögum Einars Bárðarsonar. Einar fagnaði 20 ára höfundarafmæli á síðasta ári og fóru upptökur fram allt síðasta ár undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Platan inniheldur meðal annars lögin Ég sé þig í flutningi Jóhönnu Guðrúnar, sem og hið goðsagnakennda Farin í flutningi Klöru Elíasdóttur. Þessar útgáfur hafa vakið mikla athygli í útvarpi síðustu vikur.

Í vor voru 20 ár frá því lagið Farin kom út með hljómsveitinni Skítamóral en lagið varð þeirra allra vinsælasta og sló í gegn nánast á einni nóttu. Svo fylgdu lögin eitt af öðru í kjölfarið: Birta, Spenntur, Myndir, Ennþá, Ég sé þig og fleiri. Það er tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Þórir Úlfarsson sem stýrir upptökum á plötunni en hún verður bæði ljúf og hrjúf í anda höfundarins, með Nashville áhrifum, en Einar hefur alla tíð sótt sinn innblástur til amerískrar country-skotinnar dægurtónlistar. Á plötunni er ætlunin að setja ákveðna heildarmynd á þessi vinsælustu lög Einars og hugmyndin er að þessi helstu verk höfundar fái nýtt og heimilislegt líf í flutningi hans og félaga.

Ég á þessum og öðrum listamönnum allt að þakka þegar kemur að minni aðkomu í tónlist. Sagan hefur oft snúið því þannig að Skítamórall eigi mér margt að þakka en það er þver öfugt. Ég á þeim allt að þakka. Þeir veðjuðu á fyrsta lagið mitt þegar frægðarsól þeirra var fyrir alvöru að taka á loft og ef þeir hefðu ekki valið að gera Farin að fyrsta útvarpslagi af plötunni Nákvæmlega, þá veit ég ekki hvernig líf mitt hefði þróast. Þannig að ég á þeim nánast allt að þakka.

Nafn plötunnar Myndir er vitaskuld tilvísun í eitt þekktasta lag Einars, en um leið eru lögin hversdagslýsingar á lífi fólks eða myndir af lífi þess, eins og höfundurinn útskýrir nafngiftina. Meðal annarra flytjenda á plötunni eru Sigga Beinteins, Magni, Birgitta Haukdal, Friðrik Ómar, Stefán Hilmarsson, Einar Ágúst, Gunni Óla, Ingó, Karítas Harpa, Birgir Steinn og þá syngur Klara dóttir Einars lag á plötunni sem upprunalega var flutt af Nylon flokknum.

Klara dóttir minni sem syngur lag með mér á plötunni og setti allt á hliðina í stúdíóinu og skildi salinn eftir í tárum á afmælistónleikum unum í Bæjarbíó í haust.

Svo er það nú þannig að lífið fer í hringi. Steinunn Camilla sem var í Nylon flokknum hjá mér er eiginlega orðin hálfgerður umboðsmaður hjá mér og er að vinna í að aðstoða mig við útgáfuna á þessum disk, sem er bæði gaman og er ég í góðum höndum líka.

Höfundurinn ætlar að fagna útgáfu plötunnar með sögustund og „singalong“ tónleikum í Hvíta húsinu á Selfossi föstudagskvöldið 8. febrúar og svo í Bæjarbíói í Hafnarfirði, laugardagskvöldið 9. febrúar, ásamt fríðu föruneyti. Miðasala er hafin á báða tónleikanna á midi.is.

Úrval söngvara kemur fram með Einari á tónleikunum og hljómsveitina skipa þeir Þórir Úlfarsson á píanó og hammond, Eiður Arnarsson á bassa, Hannes Friðbjarnarson á trommur og þeir Kristján Grétarsson og Pétur Valgarð Pétursson á gítara.

Útsetningar- og upptökustjórn: Þórir Úlfarsson

1.     Farinn 4:00 (Skítamórall 1998, þá sem Farin) Klara Ósk Elíasdóttir ásamt Friðriki Ómari

2.     Bara í nótt 4:29 (Nylon 2004) Magni Ásgeirsson

3.     Síðasta sumar 3:51 (Nylon 2004) Klara Einarsdóttir og Einar Bárðar

4.     Myndir 3:42 (Skítamórall 1999) Ingólfur þórarinsson

5.     Okkar líf  3:42 – (Áður óútgefið) Einar Ágúst og Einar Bárðar ásamt Stefáni Hilmarssyni

6.     Birta 3:01 (Söngvakeppni Sjónvarpsins 2001) Kristján Gísla og Gunnar Óla

7.     Allt 4:33 (Á móti sól 2002) Karítas Harpa

8.     Tætt 3:29 (Nylon 2004) Sigga Beinteins

9.     Ég sé þig 4:26 – (Björgvin Halldórsson 2002) Jóhanna Guðrún

10.   Ennþá 4:35 (Skítamórall 2002) Birgitta Haukdal

11.   Spenntur 4:02 (Á móti sól 2002) Gunnar Óla og Karítas Harpa

12.   Allsstaðar 4:42 – (Nylon 2004) Birgir Steinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum